Citroën kynnir DS-jeppling í Genf Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 15:14 Citroën DS 7 Crossback. Á komandi bílasýningu í Genf mun þessi laglegi jepplingur frá Citroën prýða pallana, en Citroën hefur tekist að fela tilvist þessa bíl einkar vel og engar alvöru myndir hafa birtst af honum fram að þessu. Þessi jepplingur er af DS-lúxusgerðinni og því mjög vandað til hans. Aldrei fyrr hefur Citroën framleitt jeppling af DS-gerð, en það er hin nýja lúxusbíladeild Citroën. Tveir risastórir 12 tommu upplýsingaskjáir eru í bílnum þar sem stjórna má leiðsögukerfi, upplýsingakerfi og hljóðkerfi bílsins. Bíllinn mun bjóðast með nokkrum gerðum aflrása og þeirra öflugust verður Plug-In-Hybrid gerð, 300 hestafla þar sem 200 hestöfl koma frá bensínvél en 100 frá rafmótorum. Rafhlöðurnar eru öflugar og duga til allt að 59 kílómetra aksturs. Jepplingurinn verður einnig í boði með 225 hestafla bensínvél og 180 hestafla dísilvél og allar eru vélarnar tengdar við 8 gíra sjálfskiptingu eða 6 gíra beinskiptingu.Bakgrunnur við hæfi lúxusjepplings.Hinn laglegasti bíll frá öllum hliðum séð. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent
Á komandi bílasýningu í Genf mun þessi laglegi jepplingur frá Citroën prýða pallana, en Citroën hefur tekist að fela tilvist þessa bíl einkar vel og engar alvöru myndir hafa birtst af honum fram að þessu. Þessi jepplingur er af DS-lúxusgerðinni og því mjög vandað til hans. Aldrei fyrr hefur Citroën framleitt jeppling af DS-gerð, en það er hin nýja lúxusbíladeild Citroën. Tveir risastórir 12 tommu upplýsingaskjáir eru í bílnum þar sem stjórna má leiðsögukerfi, upplýsingakerfi og hljóðkerfi bílsins. Bíllinn mun bjóðast með nokkrum gerðum aflrása og þeirra öflugust verður Plug-In-Hybrid gerð, 300 hestafla þar sem 200 hestöfl koma frá bensínvél en 100 frá rafmótorum. Rafhlöðurnar eru öflugar og duga til allt að 59 kílómetra aksturs. Jepplingurinn verður einnig í boði með 225 hestafla bensínvél og 180 hestafla dísilvél og allar eru vélarnar tengdar við 8 gíra sjálfskiptingu eða 6 gíra beinskiptingu.Bakgrunnur við hæfi lúxusjepplings.Hinn laglegasti bíll frá öllum hliðum séð.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent