Lækkun hlutabréfa Tesla vegna vantrúar á framleiðslugetu Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 10:27 Tesla Model 3. Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent