Íslensku stelpurnar byrjuðu á stórsigri á Rúmenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 22:13 Stelpurnar byrja vel. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira