Söngverk Karólínu og tónskáldaspjall Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 08:15 Ásgerður ætlar meðal annars að syngja tvö lög á tónleikunum í dag sem aldrei hafa verið flutt á Íslandi áður. Vísir/GVA „Við Karólína erum búnar að vinna lengi saman, alveg frá 2001, þá gaf ég út geisladisk með lögum og ljóðum eftir íslenskar konur og Karólína var ein af þeim. Í framhaldi af því frumflutti ég tvö verk eftir hana í Skálholti, hún var þá staðartónskáld þar. Annað verkið heitir Na Carenza og ég ætla að syngja það núna í dag,“ segir Ásgerður Júníusdóttir mezzo-sópran sem sér um sönginn á síðdegistónleikum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16. Þeir eru tileinkaðir söngverkum Karólínu Eiríksdóttur tónskálds. Auk Ásgerðar koma þar fram Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari. Þau hafa áður leikið og frumflutt verk eftir Karólínu og hlotið lof fyrir. Einnig mun Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, ræða við Karólínu um tilurð verkanna. Ásgerður hefur nýlokið þátttöku í óperunni Magnús/María eftir Karólínu, í uppfærslu sænska leikstjórans Suzanne Osten sem Ásgerður segir að sé „femínisti númer eitt“. „Það var hún sem samdi lagið við Áfram stelpur“, upplýsir hún og bætir við að Magnus/María sé femínísk sýning sem hafi verið sett upp víða á Norðurlöndunum síðustu þrjú árin og alls staðar fengið feiki góða dóma. Meðal annars hafi hún verið sýnd í Þjóðleikhúsinu á listahátíð árið 2015. Þess má geta að um frammistöðu Ásgerðar í lokasýningunni í Stokkhólmi sagði gagnrýnandi Dagens Nyheter að þrátt fyrir að í slíku verki væri það alltaf hópurinn sem væri stjarnan þá yrði sérstaklega að geta hinnar hlýju og fljótandi mezzo-raddar Ásgerðar. Á síðdegistónleikunum í dag verður Íslandsfrumflutningur á tveimur nýjum lögum eftir Karólínu, þau eru samin við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sjón, eiginmann Ásgerðar. „Við Tinna Þorsteins ákváðum að nota tækifærið til að halda tónleika og kynna Karólínu þegar Magnús/María var sett upp í þjóðaróperunni í Helsinki og Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Þessi tvö lög voru meðal þess sem þar var á efnisskránni en þau hafa aldrei heyrst hér á landi áður,“ segir Ásgerður. Karólína og Ásgerður vinna nú að gerð geisladisks sem er væntanlegur með haustinu. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Greinin birtist fyrst 25. febrúar 2017 Menning Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
„Við Karólína erum búnar að vinna lengi saman, alveg frá 2001, þá gaf ég út geisladisk með lögum og ljóðum eftir íslenskar konur og Karólína var ein af þeim. Í framhaldi af því frumflutti ég tvö verk eftir hana í Skálholti, hún var þá staðartónskáld þar. Annað verkið heitir Na Carenza og ég ætla að syngja það núna í dag,“ segir Ásgerður Júníusdóttir mezzo-sópran sem sér um sönginn á síðdegistónleikum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16. Þeir eru tileinkaðir söngverkum Karólínu Eiríksdóttur tónskálds. Auk Ásgerðar koma þar fram Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari. Þau hafa áður leikið og frumflutt verk eftir Karólínu og hlotið lof fyrir. Einnig mun Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, ræða við Karólínu um tilurð verkanna. Ásgerður hefur nýlokið þátttöku í óperunni Magnús/María eftir Karólínu, í uppfærslu sænska leikstjórans Suzanne Osten sem Ásgerður segir að sé „femínisti númer eitt“. „Það var hún sem samdi lagið við Áfram stelpur“, upplýsir hún og bætir við að Magnus/María sé femínísk sýning sem hafi verið sett upp víða á Norðurlöndunum síðustu þrjú árin og alls staðar fengið feiki góða dóma. Meðal annars hafi hún verið sýnd í Þjóðleikhúsinu á listahátíð árið 2015. Þess má geta að um frammistöðu Ásgerðar í lokasýningunni í Stokkhólmi sagði gagnrýnandi Dagens Nyheter að þrátt fyrir að í slíku verki væri það alltaf hópurinn sem væri stjarnan þá yrði sérstaklega að geta hinnar hlýju og fljótandi mezzo-raddar Ásgerðar. Á síðdegistónleikunum í dag verður Íslandsfrumflutningur á tveimur nýjum lögum eftir Karólínu, þau eru samin við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sjón, eiginmann Ásgerðar. „Við Tinna Þorsteins ákváðum að nota tækifærið til að halda tónleika og kynna Karólínu þegar Magnús/María var sett upp í þjóðaróperunni í Helsinki og Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Þessi tvö lög voru meðal þess sem þar var á efnisskránni en þau hafa aldrei heyrst hér á landi áður,“ segir Ásgerður. Karólína og Ásgerður vinna nú að gerð geisladisks sem er væntanlegur með haustinu. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Greinin birtist fyrst 25. febrúar 2017
Menning Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira