Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 12:02 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. Þar skaut Sigurður fast á Frey fyrir að vera með fordóma í garð kínverskrar knattspyrnu og að standa í vegi fyrir leikmönnum að fara til Kína með hótunum um að það hefði áhrif á stöðu þeirra í landsliðinu. Sigurður Ragnar sendi svo frá sér afsökunarbeiðni í morgun þar sem hann bað Freyr afsökunar á að hafa ásakað hann um fordóma. Freyr telur greinilega mikilvægt að taka fram að hann skipti sér ekki af því hvaða lið landsliðsmenn kjósi að spila með. Hann segir enn fremur að hann velji ávallt besta liðið og skipti engu máli í hvaða landi leikmenn spili.Yfirlýsing Freys:Að gefnu tilefni.Sem landsliðsþjálfari er ég í reglulegu sambandi við leikmenn landsliðsins um ýmis mál. Það er mikilvægt að þær geti leitað til mín með hvað sem er, ráðgjöf eða annað. Þegar leikmenn leita til mín og spyrja hvað mér finnst, þá verða þær að geta treyst því að ég sé heiðarlegur í mínum svörum.Það er þó alveg klárt mál að ég sem landsliðsþjálfari læt mér ekki detta í hug að stjórna því hvaða félagslið leikmenn ákveða að spila fyrir.Þessir leikmenn eru sterkir karakterar, reynslumiklir leikmenn, og þær eru fullfærar um að taka þessar ákvarðanir sjálfar. Það eru leikmennirnir sjálfir sem ákveða hvar þeir spila í félagsliðum.Hlutverk landsliðsþjálfara er að undirbúa sitt lið og stýra því í verkefnum með það fyrir augum að ná sem bestum knattspyrnulegum árangri. Með það í huga vel ég alltaf það sem ég tel besta liðið hverju sinni. Í hvaða landi leikmenn eru að spila með félagsliði hefur ekki áhrif á það.Virðingarfyllst og í von um að geta sett alla orku í réttan farveg.....undirbúning fyrir EM 2017.Freyr Alexandersson Fótbolti Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. Þar skaut Sigurður fast á Frey fyrir að vera með fordóma í garð kínverskrar knattspyrnu og að standa í vegi fyrir leikmönnum að fara til Kína með hótunum um að það hefði áhrif á stöðu þeirra í landsliðinu. Sigurður Ragnar sendi svo frá sér afsökunarbeiðni í morgun þar sem hann bað Freyr afsökunar á að hafa ásakað hann um fordóma. Freyr telur greinilega mikilvægt að taka fram að hann skipti sér ekki af því hvaða lið landsliðsmenn kjósi að spila með. Hann segir enn fremur að hann velji ávallt besta liðið og skipti engu máli í hvaða landi leikmenn spili.Yfirlýsing Freys:Að gefnu tilefni.Sem landsliðsþjálfari er ég í reglulegu sambandi við leikmenn landsliðsins um ýmis mál. Það er mikilvægt að þær geti leitað til mín með hvað sem er, ráðgjöf eða annað. Þegar leikmenn leita til mín og spyrja hvað mér finnst, þá verða þær að geta treyst því að ég sé heiðarlegur í mínum svörum.Það er þó alveg klárt mál að ég sem landsliðsþjálfari læt mér ekki detta í hug að stjórna því hvaða félagslið leikmenn ákveða að spila fyrir.Þessir leikmenn eru sterkir karakterar, reynslumiklir leikmenn, og þær eru fullfærar um að taka þessar ákvarðanir sjálfar. Það eru leikmennirnir sjálfir sem ákveða hvar þeir spila í félagsliðum.Hlutverk landsliðsþjálfara er að undirbúa sitt lið og stýra því í verkefnum með það fyrir augum að ná sem bestum knattspyrnulegum árangri. Með það í huga vel ég alltaf það sem ég tel besta liðið hverju sinni. Í hvaða landi leikmenn eru að spila með félagsliði hefur ekki áhrif á það.Virðingarfyllst og í von um að geta sett alla orku í réttan farveg.....undirbúning fyrir EM 2017.Freyr Alexandersson
Fótbolti Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55
Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05
Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42
Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00