Lífið

Ananasmaðurinn afhjúpar sig: Sendi sendiráðinu ananas-pizzu í nafni forsetans

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
James var ekki parsáttur með forsetann.
James var ekki parsáttur með forsetann. Vísir/Skjáskot

Í ljós hefur komið hvaða aðdáandi ananas pizzunnar það var sem sendi sendiráði Íslands í Bretlandi ananas-pizzur í dag. Um er að ræða Bretann James Ware, sem gerði sérstakt Youtube myndband til heiðurs gjörningi sínum og hægt er að sjá hér að neðan.

Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, allt frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði við nemendur Menntaskólans á Akureyri að ef hann hefði eitthvað um það að segja, þá myndi hann banna ananaz á pizzur. Málið hefur síðan þá vakið heimsathygli og barst sendiráðinu þrjár ananas pizzur í dag.

Sjá einnig: Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas pizzur sendar frá leyndum aðdáanda

Í myndbandinu ljóstrar James því upp hvað nákvæmlega það var sem fékk hann til að senda sendiráðinu pizzurnar en ljóst er að James er heitur stuðningsmaður ananas pizzunnar og stóð ekki á sama um ummæli Guðna.

„Á ári mikilla pólítískra tíðinda, kom stærsta málið upp í seinustu viku, þegar forseti Íslands sagði að hann myndi banna ananas sem álegg á pizzu,“ segir James meðal annars í myndbandinu.

Því næst sendi James pöntun til Dominos á ananas pizzu og var pöntunin að sjálfsögðu á nafni forsetans, Guðni.

„Pizzan sem ég ætla að senda þeim er með meiri ananas heldur en sæng í Svamps Sveinsson þema.“

James tók þar með talið upp þegar pizzasendillinn birtist fyrir utan dyr sendiráðsins með pizzurnar og leist honum alls ekki á blikuna þegar sendiráðið vildi ekki taka við pizzunum.

„Það lítur út fyrir að sendiráðið hafi sent pizzurnar mínar til baka. Það virðist vera að þau hafi nú þegar lagt á ananas bann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.