Framsókn og VG á móti innflutningi á hráu kjöti Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 20:36 Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira