Elsa Guðrún vann gull í undankeppninni: Stærsta afrekið á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 13:40 Elsa Guðrún Jónsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands. Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira