Lýst upp með listaverkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 10:15 Sesselja Hlín framkvæmdastjóri og Celia Harrison, listrænn stjórnandi Listar í ljósi. Mynd/Jónína Brá Árnadóttir Hátíðin er haldin nú í annað sinn. Hún er að mestu utandyra og umbreytir Seyðisfirði með ljósadýrð og spennandi listaverkum um leið og komu sólarinnar er fagnað eftir skammdegið,“ segir Sesselja Hlín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði sem fer fram 24. og 25. febrúar á milli klukkan 20 og 24 báða dagana. „Bæjarbúar og gestir koma út á göturnar á sínum tíma innan þessa ramma, ganga á sínum hraða og stoppa þar sem þeir velja sér sjálfir,“ segir Sesselja. „Þar njóta þeir þess sem fyrir augu og eyru ber, allt frá stórum ljósainnsetningum niður í vídeóverk og stuttmyndir eftir innlenda og erlenda listamenn.“ Reyndar er kvikmyndahátíð sem tengist List í ljósi þegar byrjuð, að sögn Sesselju. „Það er pínu gjörningur því menningarmiðstöðinni Herðubreið er breytt í gamaldags bíósal. Þar eru fjörutíu og eitthvað myndir sýndar út vikuna og popp í boði fyrir alla,“ lýsir hún. Sesselja er Seyðfirðingur í grunninn og hefur dvalið þar löngum stundum hjá afa sínum og ömmu þó hún ætti lögheimili syðra en flutti svo austur fyrir tveimur árum. Hún telur Seyðisfjörð höfuðborg lista og menningar. Segir aðra hátíð haldna þar í byrjun skammdegis sem nefnist Dagar myrkurs. „Þá labba bæjarbúar saman gegnum bæinn í kolniðamyrkri og hlusta á sögur hér og þar. Mjög fallegt. En Celia Harrison, vinkona mín, sem er listrænn stjórnandi Listar í ljósi kom með þá hugmynd að fagna líka komu sólarinnar. Hátíðin heppnaðist mjög vel í fyrra og verður vonandi enn betri í ár.“ Sesselja segir gesti koma víða að, jafnvel alla leið frá Ástralíu. „Þetta er ekkert risastórt dæmi en vekur greinilega áhuga og fólk splæsir í miða hingað. Það er fallegt þegar fólk vill taka vetrarfrí og ákveður að gera það með okkur.“ Sjálf hátíðin er fjármögnuð með styrkjum og það kostar ekkert inn á hana, að sögn Sesselju. „Þetta er svo fallegt samfélag að það koma allir saman og hjálpast að þegar eitthvað svona er í gangi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. febrúar 2017 Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hátíðin er haldin nú í annað sinn. Hún er að mestu utandyra og umbreytir Seyðisfirði með ljósadýrð og spennandi listaverkum um leið og komu sólarinnar er fagnað eftir skammdegið,“ segir Sesselja Hlín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði sem fer fram 24. og 25. febrúar á milli klukkan 20 og 24 báða dagana. „Bæjarbúar og gestir koma út á göturnar á sínum tíma innan þessa ramma, ganga á sínum hraða og stoppa þar sem þeir velja sér sjálfir,“ segir Sesselja. „Þar njóta þeir þess sem fyrir augu og eyru ber, allt frá stórum ljósainnsetningum niður í vídeóverk og stuttmyndir eftir innlenda og erlenda listamenn.“ Reyndar er kvikmyndahátíð sem tengist List í ljósi þegar byrjuð, að sögn Sesselju. „Það er pínu gjörningur því menningarmiðstöðinni Herðubreið er breytt í gamaldags bíósal. Þar eru fjörutíu og eitthvað myndir sýndar út vikuna og popp í boði fyrir alla,“ lýsir hún. Sesselja er Seyðfirðingur í grunninn og hefur dvalið þar löngum stundum hjá afa sínum og ömmu þó hún ætti lögheimili syðra en flutti svo austur fyrir tveimur árum. Hún telur Seyðisfjörð höfuðborg lista og menningar. Segir aðra hátíð haldna þar í byrjun skammdegis sem nefnist Dagar myrkurs. „Þá labba bæjarbúar saman gegnum bæinn í kolniðamyrkri og hlusta á sögur hér og þar. Mjög fallegt. En Celia Harrison, vinkona mín, sem er listrænn stjórnandi Listar í ljósi kom með þá hugmynd að fagna líka komu sólarinnar. Hátíðin heppnaðist mjög vel í fyrra og verður vonandi enn betri í ár.“ Sesselja segir gesti koma víða að, jafnvel alla leið frá Ástralíu. „Þetta er ekkert risastórt dæmi en vekur greinilega áhuga og fólk splæsir í miða hingað. Það er fallegt þegar fólk vill taka vetrarfrí og ákveður að gera það með okkur.“ Sjálf hátíðin er fjármögnuð með styrkjum og það kostar ekkert inn á hana, að sögn Sesselju. „Þetta er svo fallegt samfélag að það koma allir saman og hjálpast að þegar eitthvað svona er í gangi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. febrúar 2017
Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira