"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 18:45 Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00