Viðar Ari: Gústi þjálfari er goðsögn þarna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 19:15 Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16