Í göngutúrum með barnavagninn og myndavélina Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 13:15 Eitt af verkum Klængs Gunnarssonar á sýningunni Hjúpur í sýningarsal SÍM. Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira