Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. mars 2017 15:30 „Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira