Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí komst aftur á sigurbraut í 2. deild í heimsmeistaramóts kvenna á Akureyri í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Tyrkjum.
Íslenska liðið vann 7-2 sigur á Rúmenum í fyrsta leik en tapaði síðan fyrir Mexíkó í leik tvö á þriðjudagskvöldið. Stelpurnar bættu fyrir það tap með góðum sigri í kvöld.
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir fór á kostum í leiknum og skoraði þrennu en hin mörkin skoruðu þær Sunna Björgvinsdóttir, Þorbjörg Eva Geirsdóttir og Eva María Karvelsdóttir.
Sunna Björgvinsdóttir er búin að skora í öllum leikjum Íslands á mótinu og er markahæst í íslenska liðinu ásamt Flosrúnu en báðar hafa skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum.
Flosrún Vaka átti líka eina stoðsendingu en aðrar sem voru með stoðsendingu í kvöld voru þær Linda Brá Sveinsdóttir (2), Guðrún Marín Viðarsdóttir (2), Anna Sonja Ágústsdóttir (2), Ragnhildur Kjartansdóttir og Eva María Karvelsdóttir
Íslenska liðið átti alls 53 skot í leiknum og það var því algjör skothríð að marki Tyrkjanna í þessum leik. Silvía Rán Björgvinsdóttir átti flest eða níu en henni tókst þó ekki að skora í kvöld.
Íslenska liðið mætir Nýja-Sjálandi í fjórða leik sínum á morgun. Mexíkó hefur unnið alla þrjá leiki sína og er á toppnum en íslensku stelpurnar eru í öðru sæti og eina liði sem hefur unnið tvo leiki fyrir utan Mexíkó.
Mexíkó vann nauman 1-0 sigur á Nýja-Sjálandi í dag og Spánn vann 8-1 stórsigur á Rúmeníu.
Flosrún með þrennu og íshokkí-stelpurnar okkar unnu stórsigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti