Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 16:00 Þetta verður í 397. skipti sem Kristján fer með hlutverk Cavaradossi. Vísir/ÞÖK/Vilhelm. Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“ Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira