Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 11:14 Jóhann Berg fagnar sigrinum á Austurríki á EM í Frakklandi síðasta sumar. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira