Við spennum bogann svolítið hátt og látum illa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 09:45 "Verkið er dálítil mósaík, kannski meira í ætt við ljóð en beinan söguþráð,“ segir Rúnar sem er bæði leikari í Endastöð-upphaf og leikstjóri. Vísir/Snorri Gunnarsson Í sýningunni er mikið að gerast og margt sem kemur á óvart. Þar er brugðið á leik og boðið til uppskeruhátíðar og veislu,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikari og leikstjóri, um sýninguna Endastöð-upphaf sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, 16. mars, klukkan 20.30. Rúnar segir um frumsköpun að ræða sem hafi verið í gerjun á þessu 25 ára afmælisári sviðslistahópsins Loka. Auk hans verði þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson á sviðinu. Verkið fjallar um upphafið, ástina og dauðann að sögn Rúnars. „En það er svolítið skrítið í laginu því ekki er um hefðbundið leikrit að ræða heldur vinnustofuferli. Í kvöld er fólki leyft að sjá hvernig verkefnið stendur núna,“ tekur hann fram.“ Rúnar segir þá æskuvinina hann og Árna Pétur Guðjónsson aðallega hafa látið boltann rúlla. „Leikur okkar hefur borist víða, við vorum meðal annars með uppákomur á Tenerife, bæði á víðavangi og á myndböndum,“ upplýsir hann. „Litið er til fortíðar því að hluta til fjöllum við um okkar samskipti og samstarf gegnum tíðina en setjum hlutina í vítt samhengi, notum senur úr heimsbókmenntunum og blöndu af tónlist og dansi. Heimurinn sem við sköpum er bæði himnaríki og helvíti,“ segir Rúnar og ítrekar að margs konar listform komi við sögu, hreyfilist, myndlist, orðlist, hljóðverk og leiklist. „Sýningunni lýkur ekki, hún kemur til með að þróast áfram og lifa áfram í ýmsum myndum, jafnvel í myndlistargalleríum, kvikmyndahúsum og víðar. Þar er verið að kveðja ýmislegt og segja skilið við margt til þess að halda áfram,“ útskýrir hann. Leiksýningin er samt ansi mögnuð, að sögn leikstjórans. „Við bregðum okkur í allra kvikinda líki, það eru sóttir textar víða að og sketsar úr leikverkum, til þess þó að segja ákveðna sögu,“ segir Rúnar og heldur áfram: „Frásögnin er lík ljóði því hún er opin til túlkunar. Þetta er mósaíkverk, mikið ferðalag og margs konar stemning. Við spennum bogann svolítið hátt og leyfum okkur að láta illa því alltaf er gaman í Ólátagarði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017 Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í sýningunni er mikið að gerast og margt sem kemur á óvart. Þar er brugðið á leik og boðið til uppskeruhátíðar og veislu,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikari og leikstjóri, um sýninguna Endastöð-upphaf sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, 16. mars, klukkan 20.30. Rúnar segir um frumsköpun að ræða sem hafi verið í gerjun á þessu 25 ára afmælisári sviðslistahópsins Loka. Auk hans verði þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson á sviðinu. Verkið fjallar um upphafið, ástina og dauðann að sögn Rúnars. „En það er svolítið skrítið í laginu því ekki er um hefðbundið leikrit að ræða heldur vinnustofuferli. Í kvöld er fólki leyft að sjá hvernig verkefnið stendur núna,“ tekur hann fram.“ Rúnar segir þá æskuvinina hann og Árna Pétur Guðjónsson aðallega hafa látið boltann rúlla. „Leikur okkar hefur borist víða, við vorum meðal annars með uppákomur á Tenerife, bæði á víðavangi og á myndböndum,“ upplýsir hann. „Litið er til fortíðar því að hluta til fjöllum við um okkar samskipti og samstarf gegnum tíðina en setjum hlutina í vítt samhengi, notum senur úr heimsbókmenntunum og blöndu af tónlist og dansi. Heimurinn sem við sköpum er bæði himnaríki og helvíti,“ segir Rúnar og ítrekar að margs konar listform komi við sögu, hreyfilist, myndlist, orðlist, hljóðverk og leiklist. „Sýningunni lýkur ekki, hún kemur til með að þróast áfram og lifa áfram í ýmsum myndum, jafnvel í myndlistargalleríum, kvikmyndahúsum og víðar. Þar er verið að kveðja ýmislegt og segja skilið við margt til þess að halda áfram,“ útskýrir hann. Leiksýningin er samt ansi mögnuð, að sögn leikstjórans. „Við bregðum okkur í allra kvikinda líki, það eru sóttir textar víða að og sketsar úr leikverkum, til þess þó að segja ákveðna sögu,“ segir Rúnar og heldur áfram: „Frásögnin er lík ljóði því hún er opin til túlkunar. Þetta er mósaíkverk, mikið ferðalag og margs konar stemning. Við spennum bogann svolítið hátt og leyfum okkur að láta illa því alltaf er gaman í Ólátagarði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira