Þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:30 "Ég var krónískur óþekktarangi," segir Snorri um sig sem barn. Vísir/GVA „Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017. Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017.
Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira