Tesla Model 3 tilbúinn til fjöldaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 15:39 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september. Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september.
Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent