Jason endurkjörinn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 13:30 Jason var endurkjörinn. Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni. Aðrar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni.
Aðrar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira