Settu fókus á eitt ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:45 Haukur veltir fyrir sér hverju Íslendingar sóttust eftir í erlendu samstarfi á kaldastríðsárunum. Vísir/Stefán Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira