Dularfulli blossinn Stefán Pálsson skrifar 1. apríl 2017 15:00 Þótt Suður-Indlandshaf væri utan hefðbundins áhrifasvæðis þeirra, höfðu Sovétríkin orðið uppvís að því tuttugu árum fyrr að sprengja á laun í Kyrrahafinu í trássi við samninga. Þann 22. september árið 1979 nam búnaður um borð í bandarískum gervihnetti af Vela-gerð tvo leiftursnögga blossa á jörðu niðri. Upptök þeirra virtust einhvers staðar í grennd við Prins Edwards-eyjar, syðst í Indlandshafi miðja vegu milli Afríku og Suðurskautslandsins. Afskekktari svæði eru vandfundin á hnettinum, enda langt utan siglingarleiða. Menn hafa aldrei haft fasta búsetu á hrjóstrugum eyjunum, þótt nokkur fjöldi vísindamanna dveljist þar að jafnaði í veðurathugunarstöð á vegum Suður-Afríku. Vela-gervihnötturinn hafði það hlutverk að leita merkja um mögulegar kjarnorkusprengingar og var skotið á loft í tengslum við alþjóðlega samninga sem takmarka áttu slíkar tilraunir. Blossarnir tveir gátu einmitt bent til kjarnorkusprengingar og samstundis var gripið til viðeigandi ráðstafana: rannsóknarflugvél var send á svæðið til að reyna að finna merki um geislavirkni og eftirlitsstöðvar víðsvegar um heiminn voru settar í viðbragðsstöðu. Rannsóknarflugið skilaði ekki frekari vísbendingum og engir aðrir njósnahnettir staðfestu blossana, enda fáum slíkum loftförum til að dreifa á þessum slóðum. Sérfræðingar veltu upp öðrum mögulegum skýringum, svo sem að agnarsmár loftsteinn hafi ruglað gervihnöttinn í ríminu. Ekki mátti heldur útiloka tæknibilun, þótt verkfræðingar teldu slíkt ólíklegt. Undir eðlilegum kringumstæðum má ætla að menn hefðu freistast til að afgreiða atburðinn sem óútskýrt frávik og hætt að eyða tímanum í að brjóta heilann um málið. En forsetakosningar nálguðust í Bandaríkjunum, þar sem Jimmy Carter hugðist ná endurkjöri. Stjórn hans hreykti sér sérstaklega af góðum árangri í afvopnunarmálum, einkum SALT II-sáttmálanum um takmörkun kjarnorkuvopna. Sáttmálinn hafði verið undirritaður þremur mánuðum fyrr og beið nú afgreiðslu Bandaríkjaþings. Það var stjórninni í Washington því afar mikilvægt að fá vitneskju um það ef eitthvert ríki væri þegar farið að brjóta gegn sáttmálanum á laun.Hver var að verki? En hafi kjarnorkusprenging átt sér stað þarna úti á reginhafi, hvaða sökudólgar komu þá til greina? Sovétmenn komu vissulega til álita, þótt Suður-Indlandshaf væri utan hefðbundins áhrifasvæðis þeirra, höfðu Sovétríkin orðið uppvís að því tuttugu árum fyrr að sprengja á laun í Kyrrahafinu í trássi við samninga. Á sama hátt hlutu Frakkar að vera á lista hinna grunuðu, enda réðu þeir Kerguelen-eyjum ekki alllangt frá og unnu ötullega að því að þróa nifteindasprengjur um þessar mundir. Staðsetning hinnar meintu sprengingar gerði það að verkum að böndin bárust að Indverjum, sem hefðu átt hægast með að komast til og frá svæðinu án þess að eftir yrði tekið. Indverjar höfðu nokkrum árum fyrr bæst í hóp kjarnorkuvelda, en höfðu svo sem enga sérstaka ástæðu til að læðupokast með kjarnorkuvopnatilraunir sínar sem einmitt var ætlað að vekja athygli umheimsins. Sömuleiðis var vitað að nágrannar Indverja í Pakistan höfðu mikinn hug á að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en langsótt var talið að sú vinna væri komin svona langt á veg. Þá komu eiginlega bara tvö önnur ríki til greina: Ísrael og Suður-Afríka. Ísrael hóf nánast strax við stofnun sína árið 1948 að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, lengst af í trássi við vilja Bandaríkjastjórnar en þó að lokum með þegjandi samkomulagi hennar. Enn í dag neita stjórnvöld í Tel Aviv að gangast við því að eiga kjarnorkuvopn, sem þó verður að teljast eitt verst varðveitta leyndarmál í heimi þar sem ljósmyndir hafa birst af sprengjunum og ísraelskir stjórnmálamenn jafnvel ýjað opinberlega að mögulegri beitingu þeirra. Fljótlega komust rannsóknaraðilar því að þeirri niðurstöðu að hafi verið um kjarnorkusprengingu að ræða, lægi sökin hjá Ísrael og sjálfur skrifaði Carter í dagbók sín að hann teldi Ísraela hafa verið að verki. Suður-Afríka var talin ólíklegri kostur, þrátt fyrir nálegðina og þá staðreynd að Prins Edwards-eyjar heyrðu undir stjórnina í Pretoríu. Áhugi Suður-Afríkumanna á að komast í kjarnorkuklúbbinn var þó þekktur. Suður-Afríka bjó yfir auðugum úrannámum og þegar á sjötta áratugnum hófust þar tilraunir með nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Hugmyndin um að þróa kjarnorkusprengjur var þó aldrei langt undan. Um 1974 virðist Suður-Afríkustjórn hafa tekið þá ákvörðun að hefja þróun kjarnorkuvopna fyrir alvöru. Árið eftir braust út borgarastyrjöld í Angóla þar sem Kúbumenn studdu við bakið á vinstrisinnaðri UNITA-hreyfingu en Suður-Afríka og Zaire voru á bandi hægrisinnaðra afla með dyggum stuðningi Bandaríkjanna. Hrakfarir Suður-Afríkumanna í Angóla-stríðinu og sívaxandi einangrun þeirra á alþjóðavettvangi vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar jók enn áhugann á að eignast kjarnorkuvopn, þó ekki væri nema sem hentugt peð í pólitískri refskák. Í fyrstu miðaðist kjarnorkuáætlunin við að búa til stóra og þunga sprengju sem varpa mætti á skotmark úr herflugvél. Síðar var þó skipt um stefnu og lögð áhersla á að þróa eldflaugar sem borið gætu kjarnaodda. Árið 1977 var þróunarstarfið það vel á veg komið að byrjað var að undirbúa tilraunasprengingu neðanjarðar. Þótt allur undirbúningur færi fram með mikilli leynd, var umfangið slíkt að erfitt var að leyna því fyrir erlendum njósnastofnunum.Vökul augu Líklegt er talið að CIA hafi fyrst komist á snoðir um áform Suður-Afríkumanna, án þess þó að grípa í taumana. Skömmu síðar komust útsendarar KGB hins vegar að leyndarmálinu. Stjórnvöld í Moskvu létu fjandvini sína í Washington vita af málinu og sendu þeim lítt dulin skilaboð um að tukta til sína menn í Suður-Afríku. Tilraunin var blásin af og námugöngunum sem grafin höfðu verið til verksins lokað. Suður-Afríkustjórn var nú meðvituð um að grannt væri fylgst með öllum tilburðum hennar til að afla sér kjarnorkuvopna og að Bandaríkjamenn myndu líta óhlýðni alvarlegum augum. Alþjóðasamfélagið var sömuleiðis farið að herða tökin í baráttunni gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni, meðal annars með banni við hvers kyns vopnasölu. Suður-Afríka var hratt að breytast í pólitískt útlagaríki, sem flækti vígvæðingaráformin til muna. Þessi staða hrakti Suður-Afríkustjórn í fang annars ríkis sem um margt var í svipaðri stöðu. Útkoman varð vanheilagt bandalag Suður-Afríku og Ísraels. Erfitt er að leggja mat á hversu víðtækt samstarf ríkjanna á kjarnorkusviðinu var. Fyrir nokkrum árum birtust skjöl sem bentu til þess að Ísrael hafi hreinlega boðist til að selja Suður-Afríkumönnum nokkrar kjarnasprengjur. Ísraelar hafa þó vísað því á bug líkt og öllum öðrum fréttum af kjarnorkuvopnabúri þeirra. Um einhverja tæknilega aðstoð hefur verið að ræða og vitað er að ríkin skiptust á hráefnum, þar sem Suður-Afríka var aflögufær um úran en Ísrael lét á móti önnur mikilvæg efni til sprengjugerðar. Öll þessi viðskipti voru þó háleynileg, enda hefðu fregnir af þeim stórskaðað hagsmuni og ímynd beggja landa. Það var því ekki fyrr en miklu síðar að heimsbyggðin fékk að frétta af kjarnorkubrölti Suður-Afríku á áttunda áratugnum. Aðdragandi þeirra uppljóstrana var ræða sem F.W. de Klerk, síðasti forseti hvítu minnihlutastjórnarinnar í Suður-Afríku, hélt árið 1993 og vakti heimsathygli. Þar upplýsti hann að sögusagnir sem lengi gengu um kjarnorkuvopnaeign landsins hefðu verið sannar og að til ársins 1989 hefðu Suður-Afríkumenn gert sex kjarnorkusprengjur. Þeim hefði hins vegar verið fargað og hvatti de Klerk aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama við gereyðingarvopn sín. Hvort friðarviljinn einn réð þessari einhliða kjarnorkuafvopnun Suður-Afríku er erfitt að svara. Ljóst var að valdataka Afríska þjóðarráðsins, flokks Nelsons Mandela, var handan við hornið. Má ætla að de Klerk hafi talið skárra að segja sjálfur frá leyndarmálinu en að bíða eftir að það kæmi í ljós eftir valdaskiptin. Þá óttuðust gömlu valdhafarnir að Afríska þjóðarráðið kynni að miðla kjarnavopnum til samherja sinna annars staðar í álfunni. Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var boðið á vettvang og sannreyndu þeir að Suður-Afríkumenn hefðu í raun og sanni losað sig við vopnin. Jafnframt plægðu þeir sig í gegnum óhemjumagn skjala og gagna sem kjarnorkuáætluninni tengdust. Ekkert af því varpaði þó ljósi á hina dularfullu atburði þann 22. september 1979 og raunar var það niðurstaða eftirlitsmannanna að Suður-Afríka hafi ekki búið yfir nothæfri kjarnorkusprengju fyrr en í árslok 1979. Ekki hafa þó öll skjöl verið opinberuð og vakti það talsverða athygli fyrir fáeinum árum þegar utanríkisráðherra Suður-Afríku lét falla orð sem virtust fela í sér viðurkenningu á aðild lands hans að sprengingunni. Síðar dró ráðherrann þó allt til baka. Ef til vill mun því aldrei koma í ljós hvað Vela-gervihnötturinn nam í raun og hvort ef til vill hafi þar bara verið um að ræða agnarsmáan loftstein eða eitthvert veðurfræðifyrirbæri. Líklegast er þó að dýpst í rammgerðustu leyniskjalageymslum Suður-Afríku og Ísraels megi finna gögn um að ríkin tvö hafi sprengt saman kjarnorkusprengju á hafsbotni og framið hinn næstum fullkomna glæp. Saga til næsta bæjar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Þann 22. september árið 1979 nam búnaður um borð í bandarískum gervihnetti af Vela-gerð tvo leiftursnögga blossa á jörðu niðri. Upptök þeirra virtust einhvers staðar í grennd við Prins Edwards-eyjar, syðst í Indlandshafi miðja vegu milli Afríku og Suðurskautslandsins. Afskekktari svæði eru vandfundin á hnettinum, enda langt utan siglingarleiða. Menn hafa aldrei haft fasta búsetu á hrjóstrugum eyjunum, þótt nokkur fjöldi vísindamanna dveljist þar að jafnaði í veðurathugunarstöð á vegum Suður-Afríku. Vela-gervihnötturinn hafði það hlutverk að leita merkja um mögulegar kjarnorkusprengingar og var skotið á loft í tengslum við alþjóðlega samninga sem takmarka áttu slíkar tilraunir. Blossarnir tveir gátu einmitt bent til kjarnorkusprengingar og samstundis var gripið til viðeigandi ráðstafana: rannsóknarflugvél var send á svæðið til að reyna að finna merki um geislavirkni og eftirlitsstöðvar víðsvegar um heiminn voru settar í viðbragðsstöðu. Rannsóknarflugið skilaði ekki frekari vísbendingum og engir aðrir njósnahnettir staðfestu blossana, enda fáum slíkum loftförum til að dreifa á þessum slóðum. Sérfræðingar veltu upp öðrum mögulegum skýringum, svo sem að agnarsmár loftsteinn hafi ruglað gervihnöttinn í ríminu. Ekki mátti heldur útiloka tæknibilun, þótt verkfræðingar teldu slíkt ólíklegt. Undir eðlilegum kringumstæðum má ætla að menn hefðu freistast til að afgreiða atburðinn sem óútskýrt frávik og hætt að eyða tímanum í að brjóta heilann um málið. En forsetakosningar nálguðust í Bandaríkjunum, þar sem Jimmy Carter hugðist ná endurkjöri. Stjórn hans hreykti sér sérstaklega af góðum árangri í afvopnunarmálum, einkum SALT II-sáttmálanum um takmörkun kjarnorkuvopna. Sáttmálinn hafði verið undirritaður þremur mánuðum fyrr og beið nú afgreiðslu Bandaríkjaþings. Það var stjórninni í Washington því afar mikilvægt að fá vitneskju um það ef eitthvert ríki væri þegar farið að brjóta gegn sáttmálanum á laun.Hver var að verki? En hafi kjarnorkusprenging átt sér stað þarna úti á reginhafi, hvaða sökudólgar komu þá til greina? Sovétmenn komu vissulega til álita, þótt Suður-Indlandshaf væri utan hefðbundins áhrifasvæðis þeirra, höfðu Sovétríkin orðið uppvís að því tuttugu árum fyrr að sprengja á laun í Kyrrahafinu í trássi við samninga. Á sama hátt hlutu Frakkar að vera á lista hinna grunuðu, enda réðu þeir Kerguelen-eyjum ekki alllangt frá og unnu ötullega að því að þróa nifteindasprengjur um þessar mundir. Staðsetning hinnar meintu sprengingar gerði það að verkum að böndin bárust að Indverjum, sem hefðu átt hægast með að komast til og frá svæðinu án þess að eftir yrði tekið. Indverjar höfðu nokkrum árum fyrr bæst í hóp kjarnorkuvelda, en höfðu svo sem enga sérstaka ástæðu til að læðupokast með kjarnorkuvopnatilraunir sínar sem einmitt var ætlað að vekja athygli umheimsins. Sömuleiðis var vitað að nágrannar Indverja í Pakistan höfðu mikinn hug á að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en langsótt var talið að sú vinna væri komin svona langt á veg. Þá komu eiginlega bara tvö önnur ríki til greina: Ísrael og Suður-Afríka. Ísrael hóf nánast strax við stofnun sína árið 1948 að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, lengst af í trássi við vilja Bandaríkjastjórnar en þó að lokum með þegjandi samkomulagi hennar. Enn í dag neita stjórnvöld í Tel Aviv að gangast við því að eiga kjarnorkuvopn, sem þó verður að teljast eitt verst varðveitta leyndarmál í heimi þar sem ljósmyndir hafa birst af sprengjunum og ísraelskir stjórnmálamenn jafnvel ýjað opinberlega að mögulegri beitingu þeirra. Fljótlega komust rannsóknaraðilar því að þeirri niðurstöðu að hafi verið um kjarnorkusprengingu að ræða, lægi sökin hjá Ísrael og sjálfur skrifaði Carter í dagbók sín að hann teldi Ísraela hafa verið að verki. Suður-Afríka var talin ólíklegri kostur, þrátt fyrir nálegðina og þá staðreynd að Prins Edwards-eyjar heyrðu undir stjórnina í Pretoríu. Áhugi Suður-Afríkumanna á að komast í kjarnorkuklúbbinn var þó þekktur. Suður-Afríka bjó yfir auðugum úrannámum og þegar á sjötta áratugnum hófust þar tilraunir með nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Hugmyndin um að þróa kjarnorkusprengjur var þó aldrei langt undan. Um 1974 virðist Suður-Afríkustjórn hafa tekið þá ákvörðun að hefja þróun kjarnorkuvopna fyrir alvöru. Árið eftir braust út borgarastyrjöld í Angóla þar sem Kúbumenn studdu við bakið á vinstrisinnaðri UNITA-hreyfingu en Suður-Afríka og Zaire voru á bandi hægrisinnaðra afla með dyggum stuðningi Bandaríkjanna. Hrakfarir Suður-Afríkumanna í Angóla-stríðinu og sívaxandi einangrun þeirra á alþjóðavettvangi vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar jók enn áhugann á að eignast kjarnorkuvopn, þó ekki væri nema sem hentugt peð í pólitískri refskák. Í fyrstu miðaðist kjarnorkuáætlunin við að búa til stóra og þunga sprengju sem varpa mætti á skotmark úr herflugvél. Síðar var þó skipt um stefnu og lögð áhersla á að þróa eldflaugar sem borið gætu kjarnaodda. Árið 1977 var þróunarstarfið það vel á veg komið að byrjað var að undirbúa tilraunasprengingu neðanjarðar. Þótt allur undirbúningur færi fram með mikilli leynd, var umfangið slíkt að erfitt var að leyna því fyrir erlendum njósnastofnunum.Vökul augu Líklegt er talið að CIA hafi fyrst komist á snoðir um áform Suður-Afríkumanna, án þess þó að grípa í taumana. Skömmu síðar komust útsendarar KGB hins vegar að leyndarmálinu. Stjórnvöld í Moskvu létu fjandvini sína í Washington vita af málinu og sendu þeim lítt dulin skilaboð um að tukta til sína menn í Suður-Afríku. Tilraunin var blásin af og námugöngunum sem grafin höfðu verið til verksins lokað. Suður-Afríkustjórn var nú meðvituð um að grannt væri fylgst með öllum tilburðum hennar til að afla sér kjarnorkuvopna og að Bandaríkjamenn myndu líta óhlýðni alvarlegum augum. Alþjóðasamfélagið var sömuleiðis farið að herða tökin í baráttunni gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni, meðal annars með banni við hvers kyns vopnasölu. Suður-Afríka var hratt að breytast í pólitískt útlagaríki, sem flækti vígvæðingaráformin til muna. Þessi staða hrakti Suður-Afríkustjórn í fang annars ríkis sem um margt var í svipaðri stöðu. Útkoman varð vanheilagt bandalag Suður-Afríku og Ísraels. Erfitt er að leggja mat á hversu víðtækt samstarf ríkjanna á kjarnorkusviðinu var. Fyrir nokkrum árum birtust skjöl sem bentu til þess að Ísrael hafi hreinlega boðist til að selja Suður-Afríkumönnum nokkrar kjarnasprengjur. Ísraelar hafa þó vísað því á bug líkt og öllum öðrum fréttum af kjarnorkuvopnabúri þeirra. Um einhverja tæknilega aðstoð hefur verið að ræða og vitað er að ríkin skiptust á hráefnum, þar sem Suður-Afríka var aflögufær um úran en Ísrael lét á móti önnur mikilvæg efni til sprengjugerðar. Öll þessi viðskipti voru þó háleynileg, enda hefðu fregnir af þeim stórskaðað hagsmuni og ímynd beggja landa. Það var því ekki fyrr en miklu síðar að heimsbyggðin fékk að frétta af kjarnorkubrölti Suður-Afríku á áttunda áratugnum. Aðdragandi þeirra uppljóstrana var ræða sem F.W. de Klerk, síðasti forseti hvítu minnihlutastjórnarinnar í Suður-Afríku, hélt árið 1993 og vakti heimsathygli. Þar upplýsti hann að sögusagnir sem lengi gengu um kjarnorkuvopnaeign landsins hefðu verið sannar og að til ársins 1989 hefðu Suður-Afríkumenn gert sex kjarnorkusprengjur. Þeim hefði hins vegar verið fargað og hvatti de Klerk aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama við gereyðingarvopn sín. Hvort friðarviljinn einn réð þessari einhliða kjarnorkuafvopnun Suður-Afríku er erfitt að svara. Ljóst var að valdataka Afríska þjóðarráðsins, flokks Nelsons Mandela, var handan við hornið. Má ætla að de Klerk hafi talið skárra að segja sjálfur frá leyndarmálinu en að bíða eftir að það kæmi í ljós eftir valdaskiptin. Þá óttuðust gömlu valdhafarnir að Afríska þjóðarráðið kynni að miðla kjarnavopnum til samherja sinna annars staðar í álfunni. Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var boðið á vettvang og sannreyndu þeir að Suður-Afríkumenn hefðu í raun og sanni losað sig við vopnin. Jafnframt plægðu þeir sig í gegnum óhemjumagn skjala og gagna sem kjarnorkuáætluninni tengdust. Ekkert af því varpaði þó ljósi á hina dularfullu atburði þann 22. september 1979 og raunar var það niðurstaða eftirlitsmannanna að Suður-Afríka hafi ekki búið yfir nothæfri kjarnorkusprengju fyrr en í árslok 1979. Ekki hafa þó öll skjöl verið opinberuð og vakti það talsverða athygli fyrir fáeinum árum þegar utanríkisráðherra Suður-Afríku lét falla orð sem virtust fela í sér viðurkenningu á aðild lands hans að sprengingunni. Síðar dró ráðherrann þó allt til baka. Ef til vill mun því aldrei koma í ljós hvað Vela-gervihnötturinn nam í raun og hvort ef til vill hafi þar bara verið um að ræða agnarsmáan loftstein eða eitthvert veðurfræðifyrirbæri. Líklegast er þó að dýpst í rammgerðustu leyniskjalageymslum Suður-Afríku og Ísraels megi finna gögn um að ríkin tvö hafi sprengt saman kjarnorkusprengju á hafsbotni og framið hinn næstum fullkomna glæp.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira