Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2017 19:30 Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira