Vetrarferðin – verk fullt af fegurð og trega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2017 09:15 Snorri og Gunnar hafa æft Vetrarferðina frá því á síðasta hausti, hér heima hjá Snorra. Vísir/GVA Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017 Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira