Strákarnir mættir til Parma og æfa á sögufrægum velli borgarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2017 09:00 Strákarnir á æfingu í Parma. mynd/ksí Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur hafið undirbúning sinn fyrir mikilvægan leik gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 en hann fer fram í albönsku borginni Shkodër á föstudagskvöldið. Landsliðið kom saman hér ytra í gær og hafði á hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, einum elsta knattspyrnuleikvangi Ítalíu sem enn er í notkun, í gær. Eins mun liðið æfa þar í hádeginu í dag og á morgun, en halda svo til Albaníu annað kvöld. Íþróttadeild 365 er í Parma og mun flytja fréttir af íslenska landsliðinu á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og Fréttablaðinu. Landsliðið undirbjó sig einnig í Parma fyrir leik liðsins gegn Króatíu í haust en hér í borg er íþróttavöruframleiðandinn Errea með höfuðstöðvar sínar, en allar treyjur íslensku landsliðanna eru framleiddar af Errea. Fram kemur á vef KSÍ að fulltrúar Errea hafi verið íslenska landsliðinu innan handar með skipulag og afþreyingu á meðan dvölinni hér stendur, allt til að gera dvöl strákanna okkar sem ánægjulegasta. Þó nokkur forföll hafa verið í íslenska landsliðinu vegna meiðsla og verður því forvitnilegt að sjá hvernig Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, mun stilla upp liði sínu í leiknum á föstudag. Ísland er í þriðja sæti I-riðils í undankeppninni með sjö stig að loknum fjórum leikjum. Kósóvó er hins vegar í neðsta sætinu með eitt stig, rétt eins og Finnland. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur hafið undirbúning sinn fyrir mikilvægan leik gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 en hann fer fram í albönsku borginni Shkodër á föstudagskvöldið. Landsliðið kom saman hér ytra í gær og hafði á hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, einum elsta knattspyrnuleikvangi Ítalíu sem enn er í notkun, í gær. Eins mun liðið æfa þar í hádeginu í dag og á morgun, en halda svo til Albaníu annað kvöld. Íþróttadeild 365 er í Parma og mun flytja fréttir af íslenska landsliðinu á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og Fréttablaðinu. Landsliðið undirbjó sig einnig í Parma fyrir leik liðsins gegn Króatíu í haust en hér í borg er íþróttavöruframleiðandinn Errea með höfuðstöðvar sínar, en allar treyjur íslensku landsliðanna eru framleiddar af Errea. Fram kemur á vef KSÍ að fulltrúar Errea hafi verið íslenska landsliðinu innan handar með skipulag og afþreyingu á meðan dvölinni hér stendur, allt til að gera dvöl strákanna okkar sem ánægjulegasta. Þó nokkur forföll hafa verið í íslenska landsliðinu vegna meiðsla og verður því forvitnilegt að sjá hvernig Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, mun stilla upp liði sínu í leiknum á föstudag. Ísland er í þriðja sæti I-riðils í undankeppninni með sjö stig að loknum fjórum leikjum. Kósóvó er hins vegar í neðsta sætinu með eitt stig, rétt eins og Finnland.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira