Hvíti hákarlinn kemur McIlroy til varnar fyrir að spila golf með Trump | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 08:30 Ástralski kylfingurinn Greg Norman, betur þekktur sem Hvíti hákarlinn, sér ekkert að því að Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hafi spilað golf með Donald Trump, hinum umdeilda forseta Bandaríkjanna. Norðurírski kylfingurinn fékk mikla gagnrýni fyrir að taka hring með Trump. Hann var meðal annars kallaður fasisti og hálfviti en sjálfum kom honum gagnrýnin á óvart.Sjá einnig:Rory: Trump er ansi góður í golfi „Ég var bara að reyna að sýna virðingu. Er Bandaríkjaforseti hringir og vill spila þá segir maður ekki nei. Ég er ekki sammála öllu sem hann segir en að er bara þannig,“ sagði Rory um golfhringinn í byrjun mars. Norman skilur McIlroy mæta vel enda lenti hann sjálfur í nákvæmlega eins stöðu fyrir mörgum árum síðan þegar Bill Clinton vildi taka hring með hákarlinum í Ástralíu. „Rory fékk óréttláta gagnrýni. Ef forseti Bandaríkjanna biður þig um að spila með sér golf þá ferðu og spilar golf með forseta Bandaríkjanna. Svo einfalt er það,“ segir Norman í viðtali við BBC.Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017 „Sjálfur fékk ég einu sinni símtal frá Hvíta húsinu og mér var tjáð að forsetinn [Bill Clinton] væri að koma til Ástralíu og vildi spila golf með mér. Ég er ekki demókrati þannig ég vildi ekki spila með honum.“ Í staðinn fyrir að hafna beiðni forsetans hringdi Norman í forvera Clintons, George Bush eldri, og leitaði ráða. Norman tjáði forsetanum fyrrverandi að hann væri ekki aðdáandi Clintons enda væri hann, eins og Bush, rebúblikani. „Það er allt gott og blessað en þú verður að virða stöðu forseta Bandaríkjanna. Farðu og spilaðu með honum,“ sagði Bush við Norman sem hlýddi forsetanum og sér ekki eftir því í dag. „Þetta allt saman varð til þess að ég eignaðist einn minn besta vin.“ „Clinton er algjörlega frábær maður sem ég var búinn að dæma fyrirfram. Hann hringdi til dæmis reglulega í mig þegar allt í kringum Tiger Woods var að gerast. Ég var nágranni Woods og hann var alltaf að biðja mig um að fara til Tigers og tala við hann. Það eina sem ég bið alla í heiminum um er að virða stöðu forseta Bandaríkjanna,“ segir Greg Norman.Brot úr viðtali BBC við Norman má sjá hér. Golf Tengdar fréttir Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Greg Norman, betur þekktur sem Hvíti hákarlinn, sér ekkert að því að Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hafi spilað golf með Donald Trump, hinum umdeilda forseta Bandaríkjanna. Norðurírski kylfingurinn fékk mikla gagnrýni fyrir að taka hring með Trump. Hann var meðal annars kallaður fasisti og hálfviti en sjálfum kom honum gagnrýnin á óvart.Sjá einnig:Rory: Trump er ansi góður í golfi „Ég var bara að reyna að sýna virðingu. Er Bandaríkjaforseti hringir og vill spila þá segir maður ekki nei. Ég er ekki sammála öllu sem hann segir en að er bara þannig,“ sagði Rory um golfhringinn í byrjun mars. Norman skilur McIlroy mæta vel enda lenti hann sjálfur í nákvæmlega eins stöðu fyrir mörgum árum síðan þegar Bill Clinton vildi taka hring með hákarlinum í Ástralíu. „Rory fékk óréttláta gagnrýni. Ef forseti Bandaríkjanna biður þig um að spila með sér golf þá ferðu og spilar golf með forseta Bandaríkjanna. Svo einfalt er það,“ segir Norman í viðtali við BBC.Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017 „Sjálfur fékk ég einu sinni símtal frá Hvíta húsinu og mér var tjáð að forsetinn [Bill Clinton] væri að koma til Ástralíu og vildi spila golf með mér. Ég er ekki demókrati þannig ég vildi ekki spila með honum.“ Í staðinn fyrir að hafna beiðni forsetans hringdi Norman í forvera Clintons, George Bush eldri, og leitaði ráða. Norman tjáði forsetanum fyrrverandi að hann væri ekki aðdáandi Clintons enda væri hann, eins og Bush, rebúblikani. „Það er allt gott og blessað en þú verður að virða stöðu forseta Bandaríkjanna. Farðu og spilaðu með honum,“ sagði Bush við Norman sem hlýddi forsetanum og sér ekki eftir því í dag. „Þetta allt saman varð til þess að ég eignaðist einn minn besta vin.“ „Clinton er algjörlega frábær maður sem ég var búinn að dæma fyrirfram. Hann hringdi til dæmis reglulega í mig þegar allt í kringum Tiger Woods var að gerast. Ég var nágranni Woods og hann var alltaf að biðja mig um að fara til Tigers og tala við hann. Það eina sem ég bið alla í heiminum um er að virða stöðu forseta Bandaríkjanna,“ segir Greg Norman.Brot úr viðtali BBC við Norman má sjá hér.
Golf Tengdar fréttir Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti