Takast á við Ragnarök Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2017 08:00 Linda Ýr, Guðný Lára og Aníta Björk ætla sér alla leið í dag – á mynd með dómaranum Agli Kaktuz. Vísir/Ernir Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira