Tebow er á mála hjá MLB-liði NY Mets en spilar með Columbia Fireflies sem er eitt af litlu liðum Mets.
Í fyrstu hélt Tebow að boltinn hefði ekki farið út fyrir og stöðvaði á annarri höfn. Þetta var allt mjög ruglingslegt. Hann hélt svo áfram er dómarinn gaf honum merki og hljóp alla leið í mark. Þvílík byrjun.
„Öll mín íþróttareynsla hjálpar til á svona stundu,“ sagði Tebow en hans lið vann leikinn, 14-7.
Tebow er strangtrúaður og margar ótrúlegar, trúartengdar tilviljanir hafa átt sér stað á hans ferli. Á því varð engin breyting í gær.
Maðurinn sem kastaði boltanum til hans heitir Domenic Mazza og var valinn númer 666 í nýliðavali MLB-deildarinnar fyrir tveim árum síðan. Númer djöfulsins og Tebow hafði betur. 1-0 fyrir Jesús sögðu einhverjir líka.
Þetta hefur gerst áður eins og lesa má um hér. Þá var Tebow að spila amerískan fótbolta.
Tim Tebow went yard in his first minor league at-bat (via @Mike_Uva) pic.twitter.com/PDPTvpVJME
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 7, 2017