Ábending frá sjónvarpsáhorfanda réði úrslitum á fyrsta risamóti ársins | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2017 08:24 Lexi Thompson var í öngum sínum. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017 Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira