Tryggvi fann Tortólapeningana Benedikt Bóas og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. apríl 2017 07:00 Útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Vísir Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu. Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu.
Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40
Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37