Losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:15 "Þegar mér bauðst sýningarpláss hér í Hannesarholti ákvað ég að slá til, enda með myndir í þeirri stærð sem hentar vel fyrir staðinn,“ segir Hlynur. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Eitt verkanna á sýningunni í Hannesarholti. Þetta er það sem ég hef verið að fást við undanfarin tvö til þrjú ár,“ segir Hlynur Helgason, listfræðingur og myndlistarmaður, um blek- og olíumálverk sem hann er að koma fyrir í veglegum veitingastofum Hannesarholts við Grundarstíg 10. Hann hefur ekki sýnt í fjórtán ár en kveðst beita svolítið sérstakri tækni við gerð þessara nýlegu mynda. Hún felist í vissri aðferð við að blanda litinn. „Ég mála rendur á strigann og læt svo málningu leka yfir flötinn á kerfisbundinn hátt þannig að hvert málverk er um tvo mánuði að verða til,“ segir hann og lýsir ferlinu nánar: „Á hverri mynd eru tólf rendur, ég mála eina í einu og síðan sný ég striganum þannig að málningin fer að leka niður flötinn. Þetta er aðferð sem byggir á mörg hundruð ára gamalli hefð en þó er kannski viss frumleiki í að nota hana svona. Hugmyndin sem að baki býr hjá mér er að losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu.“ Aðferðin er ekki eins einföld og hún hljómar því Hlynur viðurkennir að nota vissa útreikninga við hana. „Myndirnar byggja sig upp sjálfar út frá kerfi sem ég er búinn að búa til fyrirfram. Þar ræður að hluta til regla byggð á aukastöfum útreikninga á ummáli hrings, pí sem er reglulegasta tala sem til er í heiminum en verður nákvæmlega eins og handahóf þegar hún er komin í þetta samhengi.“ Nú ranghvolfir blaðamaður augunum og skilur voða lítið. Hlyni er skemmt. „Þetta er svona léttur leikur, smá kerskni, getum við sagt!“ Best að snúa sér að einfaldari atriðum. Af hverju varð Hannesarholt fyrir valinu þegar hann ákvað að setja upp sýningu eftir fjórtán ára hlé? „Mér var boðið að sýna hér og fannst það tilvalið. Myndirnar í þessari myndröð eru það litlar, lunginn af þeim er 50x50 sentimetra olíumálverk, svo er ég með nokkur blekmálverk líka sem eru 50x70.“ Aðalstarf Hlyns er að kenna listfræði í Háskóla Íslands. Eigin listsköpun hefur verið hliðargrein hjá honum síðustu ár. „Ég var með svona sex, sjö fermetra pláss hjá Myndhöggvarafélaginu í mörg ár, þar sem ég gat sest inn og gert eina og eina vatnslitamynd, skissu eða vídeó en svo var ég kominn með svo mikið af hugmyndum að ég ákvað að fá mér vinnustofu upp á 35 fermetra. Síðustu misserin hef ég aðallega verið að keyra í gegnum hugmyndirnar og þegar mér bauðst sýningarpláss hér í Hannesarholti ákvað ég að slá til, enda með myndir í þeirri stærð sem hentar vel fyrir staðinn.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Eitt verkanna á sýningunni í Hannesarholti. Þetta er það sem ég hef verið að fást við undanfarin tvö til þrjú ár,“ segir Hlynur Helgason, listfræðingur og myndlistarmaður, um blek- og olíumálverk sem hann er að koma fyrir í veglegum veitingastofum Hannesarholts við Grundarstíg 10. Hann hefur ekki sýnt í fjórtán ár en kveðst beita svolítið sérstakri tækni við gerð þessara nýlegu mynda. Hún felist í vissri aðferð við að blanda litinn. „Ég mála rendur á strigann og læt svo málningu leka yfir flötinn á kerfisbundinn hátt þannig að hvert málverk er um tvo mánuði að verða til,“ segir hann og lýsir ferlinu nánar: „Á hverri mynd eru tólf rendur, ég mála eina í einu og síðan sný ég striganum þannig að málningin fer að leka niður flötinn. Þetta er aðferð sem byggir á mörg hundruð ára gamalli hefð en þó er kannski viss frumleiki í að nota hana svona. Hugmyndin sem að baki býr hjá mér er að losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu.“ Aðferðin er ekki eins einföld og hún hljómar því Hlynur viðurkennir að nota vissa útreikninga við hana. „Myndirnar byggja sig upp sjálfar út frá kerfi sem ég er búinn að búa til fyrirfram. Þar ræður að hluta til regla byggð á aukastöfum útreikninga á ummáli hrings, pí sem er reglulegasta tala sem til er í heiminum en verður nákvæmlega eins og handahóf þegar hún er komin í þetta samhengi.“ Nú ranghvolfir blaðamaður augunum og skilur voða lítið. Hlyni er skemmt. „Þetta er svona léttur leikur, smá kerskni, getum við sagt!“ Best að snúa sér að einfaldari atriðum. Af hverju varð Hannesarholt fyrir valinu þegar hann ákvað að setja upp sýningu eftir fjórtán ára hlé? „Mér var boðið að sýna hér og fannst það tilvalið. Myndirnar í þessari myndröð eru það litlar, lunginn af þeim er 50x50 sentimetra olíumálverk, svo er ég með nokkur blekmálverk líka sem eru 50x70.“ Aðalstarf Hlyns er að kenna listfræði í Háskóla Íslands. Eigin listsköpun hefur verið hliðargrein hjá honum síðustu ár. „Ég var með svona sex, sjö fermetra pláss hjá Myndhöggvarafélaginu í mörg ár, þar sem ég gat sest inn og gert eina og eina vatnslitamynd, skissu eða vídeó en svo var ég kominn með svo mikið af hugmyndum að ég ákvað að fá mér vinnustofu upp á 35 fermetra. Síðustu misserin hef ég aðallega verið að keyra í gegnum hugmyndirnar og þegar mér bauðst sýningarpláss hér í Hannesarholti ákvað ég að slá til, enda með myndir í þeirri stærð sem hentar vel fyrir staðinn.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira