Elías Már skýtur á amatörana: Starfa fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2017 12:25 Elías Már vann fjölda titla með Haukum. vísir/anton Elías Már Halldórsson, fyrirliði Hauka, lék sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar Íslandsmeistararnir töpuðu fyrir Fram í dramatískum oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í fyrradag. Elías skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hann fer yfir tapið gegn Fram og tímabilið hjá Haukum. „Eftir 17 ár í meistaraflokki upplifði ég mestu vonbrigði ferilsins í gær, ekki af því að Fram var ekki verðugur keppinautur, þvert á móti ég ber mikla virðingu fyrir Fram... vel skipulagt lið sem stendur saman og með góða þjálfara. Mesta svekkelsið er að við áttum að gera betur og áttum að nýta okkar tækifæri betur, möguleikarnir voru til staðar,“ segir Elías. „Það er eitt gott við það að tapa og það er að maður lærir svo mikið á því, það sem ég lærði á þessum vetri er að það er flókið að búa til gott lið, það þarf mörg element og það þarf allt að passa hjá liðinu svo árangur náist, því náðum við ekki í vetur því miður.“ Því næst skýtur Elías á svokallaða amatöra sem hafa gagnrýnt Hauka og segir að þeir starfi „fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta.“ „Manni sárnar að lesa þegar reynslumiklir leikmenn og þjálfarar gera lítið bæði úr okkur og Fram með því að skrifa "unglingaflokkur Fram að slá út Hauka" eða "peningar 0 passion 1" þetta lýsir auðvitað amatörunum best og kannski ástæðan fyrir því að þessir menn starfa fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta,“ segir Elías og bætir því við að það sé nóg af ástríðu í Haukum. „Ég væri ekki búinn að vinna 16 stóra titla með Haukum ef það væri ekki passion í félaginu, Haukar eru ekki drifnir áfram á peningum, það er passion og ástríða fólksins í klúbbnum sem hefur skilað öllu því sem félagið hefur áorkað... metnaðurinn er ótrúlegur í þessu félagi,“ segir Elías sem er ekki hættur í handbolta, þótt skórnir séu komnir upp í hillu. Hann tekur nefnilega við kvennaliði Hauka af Óskari Ármannssyni eftir tímabilið. Pistil Elíasar má lesa hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. 10. mars 2017 17:27 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. 15. apríl 2017 19:18 Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. 16. apríl 2017 12:45 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Elías Már Halldórsson, fyrirliði Hauka, lék sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar Íslandsmeistararnir töpuðu fyrir Fram í dramatískum oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í fyrradag. Elías skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hann fer yfir tapið gegn Fram og tímabilið hjá Haukum. „Eftir 17 ár í meistaraflokki upplifði ég mestu vonbrigði ferilsins í gær, ekki af því að Fram var ekki verðugur keppinautur, þvert á móti ég ber mikla virðingu fyrir Fram... vel skipulagt lið sem stendur saman og með góða þjálfara. Mesta svekkelsið er að við áttum að gera betur og áttum að nýta okkar tækifæri betur, möguleikarnir voru til staðar,“ segir Elías. „Það er eitt gott við það að tapa og það er að maður lærir svo mikið á því, það sem ég lærði á þessum vetri er að það er flókið að búa til gott lið, það þarf mörg element og það þarf allt að passa hjá liðinu svo árangur náist, því náðum við ekki í vetur því miður.“ Því næst skýtur Elías á svokallaða amatöra sem hafa gagnrýnt Hauka og segir að þeir starfi „fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta.“ „Manni sárnar að lesa þegar reynslumiklir leikmenn og þjálfarar gera lítið bæði úr okkur og Fram með því að skrifa "unglingaflokkur Fram að slá út Hauka" eða "peningar 0 passion 1" þetta lýsir auðvitað amatörunum best og kannski ástæðan fyrir því að þessir menn starfa fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta,“ segir Elías og bætir því við að það sé nóg af ástríðu í Haukum. „Ég væri ekki búinn að vinna 16 stóra titla með Haukum ef það væri ekki passion í félaginu, Haukar eru ekki drifnir áfram á peningum, það er passion og ástríða fólksins í klúbbnum sem hefur skilað öllu því sem félagið hefur áorkað... metnaðurinn er ótrúlegur í þessu félagi,“ segir Elías sem er ekki hættur í handbolta, þótt skórnir séu komnir upp í hillu. Hann tekur nefnilega við kvennaliði Hauka af Óskari Ármannssyni eftir tímabilið. Pistil Elíasar má lesa hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. 10. mars 2017 17:27 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. 15. apríl 2017 19:18 Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. 16. apríl 2017 12:45 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. 10. mars 2017 17:27
Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30
Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. 15. apríl 2017 19:18
Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. 16. apríl 2017 12:45