Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. apríl 2017 10:53 Frá sjúkrahúsinu á Akureyri. Vísir/Auðunn Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárás í Kjarnaskógi á Akureyri í gær var um sex klukkustundir í aðgerð þar sem læknar gerðu að sárum hans. Hann var stunginn tvisvar sinnum í lærið af árásarmanninum og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann er nú úr lífshættu að sögn lögreglunnar á Akureyri. Guðmundur St. Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir tildrög árásarinnar hafa verið með þeim hætti að rifrildi blossaði upp á milli mannsins sem varð fyrir árásinni og annars manns í Kjarnaskógi um klukkan 14 í gær. Þegar rifrildið hafði staðið yfir í einhvern tíma dró þriðji maðurinn upp hníf og stakk fórnarlambið tvisvar í lærið. „Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sá sem er grunaður um árásina flúði af vettvangi en þegar lögreglu bar að voru þar einungis maðurinn sem varð fyrir árásinni og kærastan hans. Lögreglan fékk ábendingu um hvar hinn grunaði héldi til, en það var í fjölbýlishúsi við Hrísalund. Þegar þangað var komið fannst maðurinn í bíl skammt frá Hrísalundi. Í bílnum fannst einnig barefli og exi. Par var handtekið grunað um aðild að árásinni og fannst nokkuð magn af fíkniefnum í fórum þeirra. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnamálsins en þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Parinu og manninum sem er grunaður um árásina, var haldið í fangaklefa á Akureyri í nótt og verða þau yfirheyrð í dag. Guðmundur St. segir lögreglu leita eins til viðbótar því hann gæti búið yfir upplýsingum um málið, en lögreglan leggur þó ekki ofuráherslu á það í bili þar sem hún telur sig vera búin að ná utan um þessa árás að mestu. Ásamt því að yfirheyra manninn og parið mun lögregla einnig yfirheyra nokkur vitni í dag. Guðmundur segir engin tengsl á milli hnífstungunnar og fíkniefnamálsins. Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárás í Kjarnaskógi á Akureyri í gær var um sex klukkustundir í aðgerð þar sem læknar gerðu að sárum hans. Hann var stunginn tvisvar sinnum í lærið af árásarmanninum og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann er nú úr lífshættu að sögn lögreglunnar á Akureyri. Guðmundur St. Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir tildrög árásarinnar hafa verið með þeim hætti að rifrildi blossaði upp á milli mannsins sem varð fyrir árásinni og annars manns í Kjarnaskógi um klukkan 14 í gær. Þegar rifrildið hafði staðið yfir í einhvern tíma dró þriðji maðurinn upp hníf og stakk fórnarlambið tvisvar í lærið. „Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sá sem er grunaður um árásina flúði af vettvangi en þegar lögreglu bar að voru þar einungis maðurinn sem varð fyrir árásinni og kærastan hans. Lögreglan fékk ábendingu um hvar hinn grunaði héldi til, en það var í fjölbýlishúsi við Hrísalund. Þegar þangað var komið fannst maðurinn í bíl skammt frá Hrísalundi. Í bílnum fannst einnig barefli og exi. Par var handtekið grunað um aðild að árásinni og fannst nokkuð magn af fíkniefnum í fórum þeirra. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnamálsins en þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Parinu og manninum sem er grunaður um árásina, var haldið í fangaklefa á Akureyri í nótt og verða þau yfirheyrð í dag. Guðmundur St. segir lögreglu leita eins til viðbótar því hann gæti búið yfir upplýsingum um málið, en lögreglan leggur þó ekki ofuráherslu á það í bili þar sem hún telur sig vera búin að ná utan um þessa árás að mestu. Ásamt því að yfirheyra manninn og parið mun lögregla einnig yfirheyra nokkur vitni í dag. Guðmundur segir engin tengsl á milli hnífstungunnar og fíkniefnamálsins.
Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira