Charlie Murphy látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 20:00 Bræðurnir Eddie Murphy og Charlie Murphy. vísir/getty Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði. Murphy var ein af stjörnum grínþáttarins Chappelle‘s Show sem frumsýndur var í janúar 2003 en alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir. Murphy birtist reyndar fyrst á skjánum í Harlem Nights, sem bróðir hans Eddie leikstýrði, árið 1989 og í kjölfarið fékk hann hlutverk í myndum Spike Lee, Mo‘ Better Blues og Jungle Fever. Þá tók Murphy þátt í að skrifa handritið að myndinni Vampire in Brooklyn, sem Eddie leikstýrði einnig, og þá lék hann í mynd Ice Cube, The Player‘s Club árið 1998. Á meðal þeirra sem minnast Murphy á Twitter eru Neal Brennan úr Chappelle‘s Show og grínistinn Chris Rock.Charlie Murphy changed my life. One of the most original people I've ever met. Hilarious dude. Habitual Line Stepper. So sad. pic.twitter.com/MltwzHAR9v— Neal Brennan (@nealbrennan) April 12, 2017 We just lost one of the funniest most real brothers of all time . Charlie Murphy RIP. pic.twitter.com/AAwItp5AJC— Chris Rock (@chrisrock) April 12, 2017 Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði. Murphy var ein af stjörnum grínþáttarins Chappelle‘s Show sem frumsýndur var í janúar 2003 en alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir. Murphy birtist reyndar fyrst á skjánum í Harlem Nights, sem bróðir hans Eddie leikstýrði, árið 1989 og í kjölfarið fékk hann hlutverk í myndum Spike Lee, Mo‘ Better Blues og Jungle Fever. Þá tók Murphy þátt í að skrifa handritið að myndinni Vampire in Brooklyn, sem Eddie leikstýrði einnig, og þá lék hann í mynd Ice Cube, The Player‘s Club árið 1998. Á meðal þeirra sem minnast Murphy á Twitter eru Neal Brennan úr Chappelle‘s Show og grínistinn Chris Rock.Charlie Murphy changed my life. One of the most original people I've ever met. Hilarious dude. Habitual Line Stepper. So sad. pic.twitter.com/MltwzHAR9v— Neal Brennan (@nealbrennan) April 12, 2017 We just lost one of the funniest most real brothers of all time . Charlie Murphy RIP. pic.twitter.com/AAwItp5AJC— Chris Rock (@chrisrock) April 12, 2017
Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira