Er Real Madrid tilbúið að selja bæði Bale og Ronaldo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 08:45 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira