„Hvað ertu að læra?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun