Mun leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju Anton Egilsson og Hrund Þórsdóttir skrifa 22. apríl 2017 22:38 Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira