Mun leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju Anton Egilsson og Hrund Þórsdóttir skrifa 22. apríl 2017 22:38 Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Rekstrarvandi Kirkjugarða Reykjavíkur er orðinn svo alvarlegur að forstjórinn hyggst leggja til á aðalfundi að loka Fossvogskirkju, kapellunni, bænhúsinu og líkhúsinu, í byrjun næsta árs. Fjármagn skortir ekki síst til reksturs á líkhúsi auk þess sem að núverandi aðstaða er úr sér gengin. Kirkjugarðar Reykjavíkur eiga nægilegt landrými, bæði fyrir kistur og duftker, út öldina. Aðra sögu er hins vegar að segja af rekstrarþættinum því þeir eiga ekki lengur fyrir lögbundnum verkefnum. Löggjöf skortir um hverjir eigi að annast líkhúsþjónustu en Kirkjugarðar Reykjavíkur reka líkhúsið í Fossvogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni að verulegu leyti.Ekkert gerst í ellefu árÁrið 2006 skipaði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að breyta lögum um kirkjugarða með tilliti til þessara mála. Síðan þá hefur ekkert þokast, eða í ellefu ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld að Fossvogskirkju verði lokað ef ekkert gerist. „Það er orðinn svo alvarlegur rekstrarvandi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að við munum setja á dagskrá aðalfundar í maí tillögu um það að loka líkhúsinu frá og með 1. janúar 2018, og eins Fossvogskirkju, kapellu og bænhúsi ef ekki rætist úr þessum málum til að hafa fé til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem um ræðir en líkhúsrekstur er ekki lögbundin.“ Hann sagði líkhúsið auk þess barn síns tíma en verði nýtt líkhús við Gufuneskirkjugarð að veruleika verði vinnuaðstaðan skaplegri. „Staðan í þessum málum er óviðunandi,“ sagði Þórsteinn að lokum.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira