Sýningin sem kom skemmtilega á óvart Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:00 Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur. Vísir/Stefán „Verkið er samið af mér í samstarfi við sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Sýningin fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvað þær hugsa, gera, hvernig þær standa saman og styðja við hverja aðra,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, spurð út í verkið Grrrls , en sýningin kom skemmtilega á óvart, og hlaut meðal annars lesendaverðlaun DV í síðasta mánuði, ásamt því að hafa sýnt fyrir hátt í eitt þúsund áhorfendur í Tjarnarbíói. „Það var mikill heiður að vinna þessi verðlaun, það þýðir einfaldlega við erum að gera eitthvað rétt, fólk er að hlusta á stelpurnar og skilur hvaða sögu þær eru að segja sem er mjög hvetjandi fyrir okkur,“ segir Ásrún. Upphaflega átti að sýna verkið aðeins einu sinni en nokkrum sýningum hefur verið bætt við. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Tjarnabíós, mun þetta vera sú sýning sem kom hvað mest á óvart í vetur. „Sýningin hefur verið sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi hér í Tjarnarbíói, svo það hafa hátt í þúsund manns séð dansverkið hér hjá okkur,“ segir Friðrik. Ásrún og stelpurnar í verkinu eru virkilega þakklátar fyrir þessi óvæntu og ánægjulegu viðbrögð. „Viðbrögðin fóru fram úr okkar björtustu vonum sem er alveg frábært, það er greinilegt að fólk vill heyra í þessum stelpum, unglingsstelpum er kannski ekki oft gefið pláss í samfélaginu en þær hafa mjög margt að segja,“ segir hún þakklát. Ásrún segir frábært að vinna með ungu fólki og samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Sjöunda og jafnframt síðasta sýningin verður 30. apríl klukkan 17.30 á Barnamenningarhátíð. Við ætlum að hafa frítt inn, svo allir geti komið og séð sýninguna. Best er að taka frá miða með því að senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is. Þetta er alltaf sami hópur sem sýnir Girrrrls og stelpurnar eru alltaf að verða betri og betri. Það hefur gengið rosalega vel að vinna með þessum hæfileikaríku stelpum. Ég hef nánast heitið því að héðan í frá muni ég ekki vinna með neinum nema unglingum,“ segir Ásrún létt og bætir við að ferlið hafi einfaldlega verið svo skemmtilegt.Í danshópnum eru sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára.Mynd/ÁsrúnÍ verkinu leitar Ásrún svara við spurningum um unglingsárin. Stelpurnar dansa í gegn um verkið og leitast við að svara þessari spurningu. „Þetta er bara gjörsamlega þeirra heimur sem áhorfendum er boðið að kíkja inn í og vera hluti af í smá stund. Verkið var framleitt af Reykjavík Dance Festival og var upphaflega sýnt þar en svo höfum við bara haldið áfram og áfram sem er alveg frábært,“ segir Ásrún. Hugmyndin að verkinu kemur frá Ásrúnu sjálfri og kviknaði fyrir um það bil tveimur árum. „Mig langaði mikið til að taka þátt í þessari femínísku flóðbylgju sem er í gangi hérna á Íslandi og svara spurningum eins og hvað femínísk samstaða þýði fyrir hóp af unglingsstelpum í dag. Ég ákvað að heyra í yngstu kynslóðinni, það er að segja unglingsstúlkum sem ekki eru börn,“ útskýrir hún. Ásrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í samtímadansi árið 2011 og hefur síðan starfað bæði hér á Íslandi og erlendis með ýmsum danshópum. „Ég vinn aðallega sem danshöfundur, núna er ég með tvö ný dansverk í gangi en get því miður ekki talað um þau alveg strax en vonandi fylgist fólk bara með,“ segir Ásrún spennt fyrir framhaldinu. Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
„Verkið er samið af mér í samstarfi við sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Sýningin fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvað þær hugsa, gera, hvernig þær standa saman og styðja við hverja aðra,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, spurð út í verkið Grrrls , en sýningin kom skemmtilega á óvart, og hlaut meðal annars lesendaverðlaun DV í síðasta mánuði, ásamt því að hafa sýnt fyrir hátt í eitt þúsund áhorfendur í Tjarnarbíói. „Það var mikill heiður að vinna þessi verðlaun, það þýðir einfaldlega við erum að gera eitthvað rétt, fólk er að hlusta á stelpurnar og skilur hvaða sögu þær eru að segja sem er mjög hvetjandi fyrir okkur,“ segir Ásrún. Upphaflega átti að sýna verkið aðeins einu sinni en nokkrum sýningum hefur verið bætt við. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Tjarnabíós, mun þetta vera sú sýning sem kom hvað mest á óvart í vetur. „Sýningin hefur verið sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi hér í Tjarnarbíói, svo það hafa hátt í þúsund manns séð dansverkið hér hjá okkur,“ segir Friðrik. Ásrún og stelpurnar í verkinu eru virkilega þakklátar fyrir þessi óvæntu og ánægjulegu viðbrögð. „Viðbrögðin fóru fram úr okkar björtustu vonum sem er alveg frábært, það er greinilegt að fólk vill heyra í þessum stelpum, unglingsstelpum er kannski ekki oft gefið pláss í samfélaginu en þær hafa mjög margt að segja,“ segir hún þakklát. Ásrún segir frábært að vinna með ungu fólki og samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Sjöunda og jafnframt síðasta sýningin verður 30. apríl klukkan 17.30 á Barnamenningarhátíð. Við ætlum að hafa frítt inn, svo allir geti komið og séð sýninguna. Best er að taka frá miða með því að senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is. Þetta er alltaf sami hópur sem sýnir Girrrrls og stelpurnar eru alltaf að verða betri og betri. Það hefur gengið rosalega vel að vinna með þessum hæfileikaríku stelpum. Ég hef nánast heitið því að héðan í frá muni ég ekki vinna með neinum nema unglingum,“ segir Ásrún létt og bætir við að ferlið hafi einfaldlega verið svo skemmtilegt.Í danshópnum eru sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára.Mynd/ÁsrúnÍ verkinu leitar Ásrún svara við spurningum um unglingsárin. Stelpurnar dansa í gegn um verkið og leitast við að svara þessari spurningu. „Þetta er bara gjörsamlega þeirra heimur sem áhorfendum er boðið að kíkja inn í og vera hluti af í smá stund. Verkið var framleitt af Reykjavík Dance Festival og var upphaflega sýnt þar en svo höfum við bara haldið áfram og áfram sem er alveg frábært,“ segir Ásrún. Hugmyndin að verkinu kemur frá Ásrúnu sjálfri og kviknaði fyrir um það bil tveimur árum. „Mig langaði mikið til að taka þátt í þessari femínísku flóðbylgju sem er í gangi hérna á Íslandi og svara spurningum eins og hvað femínísk samstaða þýði fyrir hóp af unglingsstelpum í dag. Ég ákvað að heyra í yngstu kynslóðinni, það er að segja unglingsstúlkum sem ekki eru börn,“ útskýrir hún. Ásrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í samtímadansi árið 2011 og hefur síðan starfað bæði hér á Íslandi og erlendis með ýmsum danshópum. „Ég vinn aðallega sem danshöfundur, núna er ég með tvö ný dansverk í gangi en get því miður ekki talað um þau alveg strax en vonandi fylgist fólk bara með,“ segir Ásrún spennt fyrir framhaldinu.
Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira