Ráðherra svarar ekki gagnrýni landlæknis Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2017 06:00 Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira