Trump-áhrifin jákvæð á fjármálakerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Donald Trump hefur lofað skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. NordicPhotos/AFP Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira