Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2017 21:00 Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00