Mér fannst spennandi að taka skrefið til fulls 5. maí 2017 09:45 Helga við verkið Lífsmynstur sem er titilverk sýningarinnar. Vísir/Anton Brink Helga Arnalds opnar sína fyrstu einkasýningu á myndlist í SÍM salnum í Hafnarstræti 16 klukkan 17 í dag. Hún nefnist Lífsmynstur og þar er að finna akrílmálverk, blekteikningar og mónóþrykk. Helga er þekkt fyrir sýningar eigin leikhúss sem nefnist Tíu fingur en hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskólanum árið 2008. Nú hefur Helga búið í Danmörku í eitt og hálft ár, nánar tiltekið í Árósum og segir það dásamlegt. „Maðurinn minn fór í tímabundið verkefni í Árósum og mér fannst það kærkomið tækifæri til að skipta aðeins um gír, það er aðeins annað tempó þar, fjölskylduvænna tempó,“ segir Helga, sem kveðst eiga átta ára dóttur og fjórtán ára son. „Svo skellti ég mér í frábæran skóla í Árósum. Bjóst við að fara þar í hobbímyndlist en þar eru rosa góðir kennarar og áherslur aðeins öðruvísi en hér heima. Danir eru líka svo góðir að tjá sig og spjalla um hlutina.“ Helga á langan og farsælan feril sem leikhúslistakona. Hún fékk Grímuna árið 2015 fyrir sýninguna Lífið sem var valin besta barnaleiksýning ársins og Sproti ársins. Sýning hennar Skrímslið litla systir mín var valin barnasýning ársins 2012. Hún hlaut einnig Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2012. Í leikhúsinu voru sýningar Helgu á mörkum leiklistar og myndlistar og þar sagði hún sögur með fáum orðum en í Árósum kveðst hún í byrjun hafa einbeitt sér að myndlistinni. „Mér fannst spennandi að taka skrefið til fulls og á þessari sýningu eru bara málverk og teikningar.“ Ekki kveðst Helga þó hafa lagt spunavinnu með efni á hilluna því úti sé hún með verk sem líta megi á sem framhald af leikhúsvinnunni. „Þar fer ég meira út í gjörninga en það er ekkert sem ég hef sýnt enn opinberlega.“ Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Helga Arnalds opnar sína fyrstu einkasýningu á myndlist í SÍM salnum í Hafnarstræti 16 klukkan 17 í dag. Hún nefnist Lífsmynstur og þar er að finna akrílmálverk, blekteikningar og mónóþrykk. Helga er þekkt fyrir sýningar eigin leikhúss sem nefnist Tíu fingur en hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskólanum árið 2008. Nú hefur Helga búið í Danmörku í eitt og hálft ár, nánar tiltekið í Árósum og segir það dásamlegt. „Maðurinn minn fór í tímabundið verkefni í Árósum og mér fannst það kærkomið tækifæri til að skipta aðeins um gír, það er aðeins annað tempó þar, fjölskylduvænna tempó,“ segir Helga, sem kveðst eiga átta ára dóttur og fjórtán ára son. „Svo skellti ég mér í frábæran skóla í Árósum. Bjóst við að fara þar í hobbímyndlist en þar eru rosa góðir kennarar og áherslur aðeins öðruvísi en hér heima. Danir eru líka svo góðir að tjá sig og spjalla um hlutina.“ Helga á langan og farsælan feril sem leikhúslistakona. Hún fékk Grímuna árið 2015 fyrir sýninguna Lífið sem var valin besta barnaleiksýning ársins og Sproti ársins. Sýning hennar Skrímslið litla systir mín var valin barnasýning ársins 2012. Hún hlaut einnig Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2012. Í leikhúsinu voru sýningar Helgu á mörkum leiklistar og myndlistar og þar sagði hún sögur með fáum orðum en í Árósum kveðst hún í byrjun hafa einbeitt sér að myndlistinni. „Mér fannst spennandi að taka skrefið til fulls og á þessari sýningu eru bara málverk og teikningar.“ Ekki kveðst Helga þó hafa lagt spunavinnu með efni á hilluna því úti sé hún með verk sem líta megi á sem framhald af leikhúsvinnunni. „Þar fer ég meira út í gjörninga en það er ekkert sem ég hef sýnt enn opinberlega.“
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira