Spennumynd með draugaívafi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 10:45 Óskar Þór finnur fyrir spenningi í þjóðfélaginu fyrir nýju myndinni. Vísir/GVA Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira