Allir brosandi út að eyrum á opnuninni 4. maí 2017 10:15 Jón Proppé sýningarstjóri við eina af sjálfsmyndum Louisu Matthíasdóttur. Fréttablaðið/GVA Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það var virkilega skemmtilegt verkefni að setja upp þessa sýningu. Verkin hennar Louisu höfða sterkt til fólks með sínum sterku formum og tæru litum enda var kraðak á opnuninni síðasta sunnudag. Allir voru brosandi út að eyrum, sýndist mér,“ segir Jón Proppé heimspekingur glaðlega, staddur á sýningunni Kyrrð á Kjarvalsstöðum. Kyrrð er yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, bæði úr eigu safna og einstaklinga á Íslandi. Jón sá um að setja þau upp og þar má fá glögga yfirsýn yfir feril listakonunnar. Fyrstu myndirnar eru frá 1939.Sjálfsmynd frá 1962Louisa væri 100 ára á þessu ári ef hún lifði, en hún lést aldamótaárið 2000. Hún fæddist í húsinu Höfða, sem nú er orðið friðarsetur, árið 1917 og hafði því vítt útsýni út um gluggana á æskuheimili sínu út á sundin blá og til fjallanna handan þeirra. Jón bendir á að eflaust gæti þess í verkum hennar. Hún hafi túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Reykvískt borgarlíf, kyrralífsmyndir, uppstillingar og myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri sjást einnig í salnum og nærri einu horninu er íslenskt sjávarþorp með snotrum húsum og snævi þöktum fjöllum í fjarska. Undir henni stendur nafnið Eskifjörður – í sviga. Við Jón erum svo heppin að hitta sýningargest sem kveðst hafa alist upp á Eskifirði og staðfestir að myndin sé þaðan, sum húsin standi enn.Landslag með gulum himni 1989Louisa var aðeins 17 ára þegar hún fór út í heim í listnám, fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar. Eftir þriggja ára dvöl heima á Íslandi á stríðsárunum hélt hún í frekara nám til New York, þar kynntist hún bandarískum málara, Leland Bell, sem hún giftist og bjó með í Bandaríkjunum mestan hluta ævinnar. Jón segir hana hafa komið í heimsókn til föðurlandsins af og til og þá skissað mikið. En hversu þekkt er hún á alþjóðavísu? „Louisa var vel þekkt í Bandaríkjunum, enda hafði hún haldið margar sýningar þar áður en hún tók þátt í fyrstu samsýningu á Íslandi árið 1974,“ segir Jón. „Það var mjög lofsamlega skrifað um hana í blöð vestra og íslensk blöð birtu útdrætti úr þeim umsögnum en engar myndir.“ Leiðsögn verður um sýninguna Kyrrð alla föstudaga í þessum mánuði – á íslensku klukkan 12.30 og á ensku kl. 14.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“