Ætla að ráða þúsundir til að sporna gegn ofbeldisfullu efni Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2017 15:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/GETTY Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“ Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“
Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira