Fimari og flottari Rio 3. maí 2017 14:15 Reynsluakstur – Kia Rio Kia Rio er söluhæsta einstaka bílgerð Kia og má því teljast mikilvægasti bíll S-kóreska bílaframleiðandans. Það er því mikið í mun að vel til heppnist þegar ný kynslóð hans er kynnt og við reynsluakstur hans í Sintra í Portúgal á dögunum kom í ljós að vel hefur heppnast. Hér fer fjórða kynslóð Rio en Rio var fyrst kynntur árið 2000, önnur kynslóð árið 2005 og þriðja 2011. Ekki þarf að fjölyrða um velgengni Kia í Evrópu og ekki síst á Íslandi, en á síðasta ári var Kia næst söluhæsta bílamerkið hér á eftir Toyota. Kia seldi 225.000 bíla árið 2008 í Evrópu en 436.000 í fyrra og ætlar að selja 500.000 bíla á næsta ári. Kia Rio stækkar örlítið á milli kynslóða, lengist um 15 mm, er örlítið breiðari en lægri. Farangursrýmið stækkar um 37 lítra og er nú 325 lítrar, en 980 lítrar með aftursætin niðri. Útlitsbreytingin á Rio er ekki mjög mikil og sést hæglega að þar fer Rio, en bíllinn er samt fegurri og með sterkari línum. Hann er með lengra húdd en styttri afturenda, hrikalega flott ný afturljós sem lesa má töluna 777 úr og sportlegan svartan afturstuðara. Allt gerir þetta sig vel og þarna fer sportlegur og nýtískulegur smár bíll sem fellur í B-stærðarflokk.Sýndi fimi í fjölmörgum akstursbrautum Það sem Kia menn eru greinilega stoltastir af með þessa nýju kynslóð Rio eru aksturseiginleikarnir og þess vegna var sett upp mjög skemmtileg braut fyrir reynsluakstur bílsins þar sem þræddar voru keilur af mikilli fimi og á annarri braut var hann settur uppí 70 km hraða og þá bæði bremsað og beygt í einu frá hættu. Þarna sýndi bíllinn mikla hæfni og stöðugleika og það fyllti ökumann öryggi við aksturinn. Þá var einnig sett upp braut sem var sú þrengsta sem greinarritari hefur reynt, eða nánast öngstræti þar sem oft þurfti að setja í bakkgír og henda bílnum fram og til baka án þess að rekast á keilur. Þarna var gaman að glíma við klukkuna og keppnisskapið gegn öðrum ökumönnum. Kia virðist hafa lukkast vel við bæði fjöðrun og stýrisbúnað nýs Rio. Stýringin er hárnákvæm og gefur ökumanni mikla tilfinningu fyrir veginum. Bíllinn er í senn stífur og étur ójöfnur vel og aldrei virðist skorta veggrip eða stöðugleika. Þessum gæðum þarf þó að fylgja eftir með góðum drifbúnaði og það er helst þar sem Kia klikkar í framboðinu á hinum ýmsu gerðum Rio.Mikið vélarframboð en meira afls óskað Þónokkurt vélaframboð er til staðar, ný 1,0 lítra og 100 hestafla bensínvél, 1,4 lítra gamla 100 hestafla bensínvélin, 90 hestafla og 1,4 lítra dísilvél og 84 hestafla 1,25 lítra dísilvél. Skemmtilegust af þessum vélum er nýja 1,0 lítra vélin og hún er býsna aflmikil þrátt fyrir lítið sprengirými. Stærri dísilvélin togar líka skemmtilega upp brekkurnar. Það á þó við þær allar að meira afls er saknað og á það einkum við þegar nota á millihröðun þeirra. Upptakið frá núllpunkti er nægilegt en þegar nota skal millihröðunina, t.d. við framúrakstur er engin þeirra nógu snörp og það eykur ekki á öryggi við aksturinn því hraður framúrakstur er öruggari en hægur. Vélarnar eru allar sparneytnar sem sást vel í reynsluakstrinum og lág mengunartala þeirra hjálpar til að halda verðinu niðri. Kia menn segja að stífni Rio hafi aukist um 30% á milli kynslóða og mikið aukin notkun hástyrktarstáls á þátt í því. Það minnkaði líka vigt bílsins um 17 kíló, þrátt fyrir mikið aukinn búnað.Troðinn af tæknibúnaði og sniðugheitum Mikil uppfærsla hefur orðið á innréttingu og búnaði í Rio. Vel er hugað að tengingum og tilkoma Apple CarPlay og Androit Auto sem stjórnað er frá nýjum 7 tommu aðgerðaskjá er eitthvað sem nýir kaupendur munu fagna, sem og USB tengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið í Rio hefur aukist talsvert milli kynslóða, ekki síst með því að lengja á milli öxla bílsins. Það verður að segjast að ekki þrengi að neinum farþega bílsins, þó svo sem breiddin afturí leyfi tæplega 3 fullorðna, en bæði höfuð- og fótarými er gott. Gaman er að sjá staðalbúnað eins og hita í stýri, brekkuaðstoð, blindpunktsviðvörun, “highbeam assist” og þá tækni að bíllinn bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu ef ökumaður hefur ekki brugðist við í tæka tíð. Einn af stóru kostunum við nýjan Rio er hversu hljóðlátur hann er orðinn. Loftmótsstuðullinn hefur minnkað um 4% og vart vindgnauð að heyra, sem og veghljóð. Rio er afar góður kostur í B-stærðarflokki bíla. Kia bílar einfaldlega bila lítið, eru vel smíðaðir og ekki sakar að þeir eru allir með 7 ára ábyrgð. Kia Rio stækkar örlítið á milli kynslóða, lengist um 15 mm, er örlítið breiðari en lægri. En umfram allt fallegri.Stund milli stríða í reynsluakstrinum í nágrenni Lissabon.Innanrýmið í Rio hefur aukist talsvert milli kynslóða, ekki síst með því að lengja á milli öxla bílsins. Bíllinn er auk þess flottur að innan.Bæði höfuð- og fótarými er gott í aftursætunum og er það vel fyrir ekki stærri bíl.Skottrýmið stækkaði um 37 lítra og er nú 325 lítrar, en 980 lítrar með aftursætin niðri. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Reynsluakstur – Kia Rio Kia Rio er söluhæsta einstaka bílgerð Kia og má því teljast mikilvægasti bíll S-kóreska bílaframleiðandans. Það er því mikið í mun að vel til heppnist þegar ný kynslóð hans er kynnt og við reynsluakstur hans í Sintra í Portúgal á dögunum kom í ljós að vel hefur heppnast. Hér fer fjórða kynslóð Rio en Rio var fyrst kynntur árið 2000, önnur kynslóð árið 2005 og þriðja 2011. Ekki þarf að fjölyrða um velgengni Kia í Evrópu og ekki síst á Íslandi, en á síðasta ári var Kia næst söluhæsta bílamerkið hér á eftir Toyota. Kia seldi 225.000 bíla árið 2008 í Evrópu en 436.000 í fyrra og ætlar að selja 500.000 bíla á næsta ári. Kia Rio stækkar örlítið á milli kynslóða, lengist um 15 mm, er örlítið breiðari en lægri. Farangursrýmið stækkar um 37 lítra og er nú 325 lítrar, en 980 lítrar með aftursætin niðri. Útlitsbreytingin á Rio er ekki mjög mikil og sést hæglega að þar fer Rio, en bíllinn er samt fegurri og með sterkari línum. Hann er með lengra húdd en styttri afturenda, hrikalega flott ný afturljós sem lesa má töluna 777 úr og sportlegan svartan afturstuðara. Allt gerir þetta sig vel og þarna fer sportlegur og nýtískulegur smár bíll sem fellur í B-stærðarflokk.Sýndi fimi í fjölmörgum akstursbrautum Það sem Kia menn eru greinilega stoltastir af með þessa nýju kynslóð Rio eru aksturseiginleikarnir og þess vegna var sett upp mjög skemmtileg braut fyrir reynsluakstur bílsins þar sem þræddar voru keilur af mikilli fimi og á annarri braut var hann settur uppí 70 km hraða og þá bæði bremsað og beygt í einu frá hættu. Þarna sýndi bíllinn mikla hæfni og stöðugleika og það fyllti ökumann öryggi við aksturinn. Þá var einnig sett upp braut sem var sú þrengsta sem greinarritari hefur reynt, eða nánast öngstræti þar sem oft þurfti að setja í bakkgír og henda bílnum fram og til baka án þess að rekast á keilur. Þarna var gaman að glíma við klukkuna og keppnisskapið gegn öðrum ökumönnum. Kia virðist hafa lukkast vel við bæði fjöðrun og stýrisbúnað nýs Rio. Stýringin er hárnákvæm og gefur ökumanni mikla tilfinningu fyrir veginum. Bíllinn er í senn stífur og étur ójöfnur vel og aldrei virðist skorta veggrip eða stöðugleika. Þessum gæðum þarf þó að fylgja eftir með góðum drifbúnaði og það er helst þar sem Kia klikkar í framboðinu á hinum ýmsu gerðum Rio.Mikið vélarframboð en meira afls óskað Þónokkurt vélaframboð er til staðar, ný 1,0 lítra og 100 hestafla bensínvél, 1,4 lítra gamla 100 hestafla bensínvélin, 90 hestafla og 1,4 lítra dísilvél og 84 hestafla 1,25 lítra dísilvél. Skemmtilegust af þessum vélum er nýja 1,0 lítra vélin og hún er býsna aflmikil þrátt fyrir lítið sprengirými. Stærri dísilvélin togar líka skemmtilega upp brekkurnar. Það á þó við þær allar að meira afls er saknað og á það einkum við þegar nota á millihröðun þeirra. Upptakið frá núllpunkti er nægilegt en þegar nota skal millihröðunina, t.d. við framúrakstur er engin þeirra nógu snörp og það eykur ekki á öryggi við aksturinn því hraður framúrakstur er öruggari en hægur. Vélarnar eru allar sparneytnar sem sást vel í reynsluakstrinum og lág mengunartala þeirra hjálpar til að halda verðinu niðri. Kia menn segja að stífni Rio hafi aukist um 30% á milli kynslóða og mikið aukin notkun hástyrktarstáls á þátt í því. Það minnkaði líka vigt bílsins um 17 kíló, þrátt fyrir mikið aukinn búnað.Troðinn af tæknibúnaði og sniðugheitum Mikil uppfærsla hefur orðið á innréttingu og búnaði í Rio. Vel er hugað að tengingum og tilkoma Apple CarPlay og Androit Auto sem stjórnað er frá nýjum 7 tommu aðgerðaskjá er eitthvað sem nýir kaupendur munu fagna, sem og USB tengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið í Rio hefur aukist talsvert milli kynslóða, ekki síst með því að lengja á milli öxla bílsins. Það verður að segjast að ekki þrengi að neinum farþega bílsins, þó svo sem breiddin afturí leyfi tæplega 3 fullorðna, en bæði höfuð- og fótarými er gott. Gaman er að sjá staðalbúnað eins og hita í stýri, brekkuaðstoð, blindpunktsviðvörun, “highbeam assist” og þá tækni að bíllinn bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu ef ökumaður hefur ekki brugðist við í tæka tíð. Einn af stóru kostunum við nýjan Rio er hversu hljóðlátur hann er orðinn. Loftmótsstuðullinn hefur minnkað um 4% og vart vindgnauð að heyra, sem og veghljóð. Rio er afar góður kostur í B-stærðarflokki bíla. Kia bílar einfaldlega bila lítið, eru vel smíðaðir og ekki sakar að þeir eru allir með 7 ára ábyrgð. Kia Rio stækkar örlítið á milli kynslóða, lengist um 15 mm, er örlítið breiðari en lægri. En umfram allt fallegri.Stund milli stríða í reynsluakstrinum í nágrenni Lissabon.Innanrýmið í Rio hefur aukist talsvert milli kynslóða, ekki síst með því að lengja á milli öxla bílsins. Bíllinn er auk þess flottur að innan.Bæði höfuð- og fótarými er gott í aftursætunum og er það vel fyrir ekki stærri bíl.Skottrýmið stækkaði um 37 lítra og er nú 325 lítrar, en 980 lítrar með aftursætin niðri.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent