Ford ætlar að nota bambus í ínnréttingar Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 09:32 Mesta magn bambus í heiminum er að finna í Kína. Eitt af sterkustu náttúrulega efnum heims er bambus. Bambus gegnir margþættum notum aðallega í Asíu og er þar notaður í byggingaframkvæmdum, sem hrávara í margskonar vörur og auðvitað sem fæða. Bambus er úr svo sterku efni að það er sterkara en viður, múrsteinar og jafnvel steypa. Þetta gera þeir sér grein fyrir hjá bílaframleiðandanum Ford og ætla að framleiða ýmsa íhluti í innréttingum bíla sinna úr bambus og blanda honum við plast svo úr verði mjög sterkt efni. Bambus er fremur ódýrt hráefni og hraðsprottið og bambus getur orðið fullsprottinn á tveimur til fimm árum. Það á almennt ekki við annan trjágróður. Mesta magn bambus í heiminum er að finna í Kína. Verkfræðingar Ford hafa komist að því að bambus er á flestan hátt betra hráefni en þau gerviefni sem notuð hafa verið mest í innréttingum bíla, hefur mikinn styrk, er afar sveigjanlegt, er endurnýjanlegt, þolir mikinn hita og er til í miklu magni. Ekki er ljóst hvenær bambus íhlutir fara að sjást í bílum Ford, en Ford notar nú þegar algerlega náttúruleg efni í smíði innréttinga í bílum fyrirtækisins. Stefnan er þó ljós, bambus verður notaður við smíði Ford bíla. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent
Eitt af sterkustu náttúrulega efnum heims er bambus. Bambus gegnir margþættum notum aðallega í Asíu og er þar notaður í byggingaframkvæmdum, sem hrávara í margskonar vörur og auðvitað sem fæða. Bambus er úr svo sterku efni að það er sterkara en viður, múrsteinar og jafnvel steypa. Þetta gera þeir sér grein fyrir hjá bílaframleiðandanum Ford og ætla að framleiða ýmsa íhluti í innréttingum bíla sinna úr bambus og blanda honum við plast svo úr verði mjög sterkt efni. Bambus er fremur ódýrt hráefni og hraðsprottið og bambus getur orðið fullsprottinn á tveimur til fimm árum. Það á almennt ekki við annan trjágróður. Mesta magn bambus í heiminum er að finna í Kína. Verkfræðingar Ford hafa komist að því að bambus er á flestan hátt betra hráefni en þau gerviefni sem notuð hafa verið mest í innréttingum bíla, hefur mikinn styrk, er afar sveigjanlegt, er endurnýjanlegt, þolir mikinn hita og er til í miklu magni. Ekki er ljóst hvenær bambus íhlutir fara að sjást í bílum Ford, en Ford notar nú þegar algerlega náttúruleg efni í smíði innréttinga í bílum fyrirtækisins. Stefnan er þó ljós, bambus verður notaður við smíði Ford bíla.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent