Við erum að fagna orðlistinni alla daga Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 12:00 Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg. Visir/Vilhelm Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira