Veittist að fjögurra ára syni sínum sem neitaði að taka vítamínin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2017 13:45 Barnið hlaut marbletti framan á háls, punktblæðingar í andlit og grunn rifsár framan á brjóstkassa. vísir/getty Fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart fjögurra ára syni sínum í júní í fyrra. Honum var gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Manninum var gefið að sök að hafa tekið drenginn kverkataki í því skyni að fá drenginn til þess að taka inn vítamíntöflu. Barnið hlaut marbletti framan á háls, punktblæðingar í andlit og grunn rifsár framan á brjóstkassa.Ljótir áverkar á hálsi Leikskóli barnsins gerði Barnavernd Kópavogsbæjar viðvart um áverkana. Deildarstjórinn greindi frá því fyrir dómi að maðurinn hefði borið sig illa þegar hann kom með drenginn á leikskólann á mánudagsmorgni. Hann hafi greint frá því að drengurinn hefði verið erfiður alla helgina, hann hefði misst stjórn á sér og lagt hendur á barnið þegar hann ætlaði að gefa því vítamín. Hann hafi verið harðhentur og væri miður sín. Deildarstjórinn sagðist hafa rætt við manninn um aðrar leiðir til að takast á við erfiða hegðun, en á þeim tíma hafði hún ekki séð drenginn. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún hitti barnið og sagði áverkana á hálsi þess ljóta. Leikskólastjóri hafði í framhaldinu haft samband við barnavernd og hófst lögreglurannsókn í framhaldinu.Játaði sök að hluta Faðir drengsins viðurkenndi að hafa veist að barninu og valdið áverkum á hálsi. Hann sagðist hins vegar ekki kannast við að sárin á brjóstkassa barnsins hafi verið af hans völdum. Maðurinn sagðist hafa í tvígang á árum áður fengið heilablóðfall og í janúar í fyrra fengið hjartaáfall. Hann hafi ekki jafnað sig eftir þau veikindi og að þau hefðu meðal annars haft þau áhrif að hann skorti talsvert upp á allar fínhreyfingar. Þá hafi hann verið undir miklu álagi á þessum tíma. Maðurinn sagðist hafa verið að reyna að gefa barninu vítamíntöflu þegar atvikið átti sér stað. Barnið hafi hins vegar ekki viljað taka töfluna og því hafi hann gripið til þess ráðs að taka undir höku drengsins með annarri hendi og lyft henni upp. Um leið hafi hann, sennilega án þess að átta sig á því, lokað fyrir háls barnsins þannig að drengurinn kom töflubrotunum ekki niður. Hann hafi hins vegar ekki tekið um háls hans. Hann gæti illa útskýrt hegðun sína á annan veg en að hann hafi verið í einhvers konar vægu taugaáfalli. Drengurinn sýndi ítrekað hvernig faðir hans hefði tekið hann kverkataki með annarri hendi og ýtt aftan á háls hans. Að mati læknis samrýmast áverkarnir þessari lýsingu barnsins.Margsinnis hlotið dóma Faðirinn fékk ekki að hitta barnið nema undir eftirliti í kjölfarið. Hann er fæddur árið 1978 og á að baki talsverðan sakaferil og hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Dómurinn taldi háttsemi hans einkar hættulega. Hins vegar sé litið til þess að brotið hafi haft mikil áhrif á manninn sem iðrist mjög gerða sinna. Í ljósi þess hvaða afleiðingar brotið hafði á manninn og að þess að barnið á lögum samkvæmt rétt á umgengni við föður sinn, var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og var manninum gert að greiða móður drengsins, þar sem hann er ólögráða, 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða rúmar tvær milljónir í sakar- og lögfræðikostnað. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart fjögurra ára syni sínum í júní í fyrra. Honum var gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Manninum var gefið að sök að hafa tekið drenginn kverkataki í því skyni að fá drenginn til þess að taka inn vítamíntöflu. Barnið hlaut marbletti framan á háls, punktblæðingar í andlit og grunn rifsár framan á brjóstkassa.Ljótir áverkar á hálsi Leikskóli barnsins gerði Barnavernd Kópavogsbæjar viðvart um áverkana. Deildarstjórinn greindi frá því fyrir dómi að maðurinn hefði borið sig illa þegar hann kom með drenginn á leikskólann á mánudagsmorgni. Hann hafi greint frá því að drengurinn hefði verið erfiður alla helgina, hann hefði misst stjórn á sér og lagt hendur á barnið þegar hann ætlaði að gefa því vítamín. Hann hafi verið harðhentur og væri miður sín. Deildarstjórinn sagðist hafa rætt við manninn um aðrar leiðir til að takast á við erfiða hegðun, en á þeim tíma hafði hún ekki séð drenginn. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún hitti barnið og sagði áverkana á hálsi þess ljóta. Leikskólastjóri hafði í framhaldinu haft samband við barnavernd og hófst lögreglurannsókn í framhaldinu.Játaði sök að hluta Faðir drengsins viðurkenndi að hafa veist að barninu og valdið áverkum á hálsi. Hann sagðist hins vegar ekki kannast við að sárin á brjóstkassa barnsins hafi verið af hans völdum. Maðurinn sagðist hafa í tvígang á árum áður fengið heilablóðfall og í janúar í fyrra fengið hjartaáfall. Hann hafi ekki jafnað sig eftir þau veikindi og að þau hefðu meðal annars haft þau áhrif að hann skorti talsvert upp á allar fínhreyfingar. Þá hafi hann verið undir miklu álagi á þessum tíma. Maðurinn sagðist hafa verið að reyna að gefa barninu vítamíntöflu þegar atvikið átti sér stað. Barnið hafi hins vegar ekki viljað taka töfluna og því hafi hann gripið til þess ráðs að taka undir höku drengsins með annarri hendi og lyft henni upp. Um leið hafi hann, sennilega án þess að átta sig á því, lokað fyrir háls barnsins þannig að drengurinn kom töflubrotunum ekki niður. Hann hafi hins vegar ekki tekið um háls hans. Hann gæti illa útskýrt hegðun sína á annan veg en að hann hafi verið í einhvers konar vægu taugaáfalli. Drengurinn sýndi ítrekað hvernig faðir hans hefði tekið hann kverkataki með annarri hendi og ýtt aftan á háls hans. Að mati læknis samrýmast áverkarnir þessari lýsingu barnsins.Margsinnis hlotið dóma Faðirinn fékk ekki að hitta barnið nema undir eftirliti í kjölfarið. Hann er fæddur árið 1978 og á að baki talsverðan sakaferil og hefur margsinnis hlotið fangelsisdóma. Dómurinn taldi háttsemi hans einkar hættulega. Hins vegar sé litið til þess að brotið hafi haft mikil áhrif á manninn sem iðrist mjög gerða sinna. Í ljósi þess hvaða afleiðingar brotið hafði á manninn og að þess að barnið á lögum samkvæmt rétt á umgengni við föður sinn, var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og var manninum gert að greiða móður drengsins, þar sem hann er ólögráða, 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða rúmar tvær milljónir í sakar- og lögfræðikostnað.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira