KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 08:00 Mynd/Samsett/Twittersíða handboltans í KR KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15
ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01
ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03
Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54
Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30